Mættir eru 22 fundargestir, auk fimm stjórnararmanna og framkvæmdarstjóra.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður setur fundinn og leggur til að Sveinn Heiðar Jóhannesson verði fundarstjóri og samþykkja mættir fundargestir það. Þá er lagt til að Rósbjörg Jónsdóttir verði fundarritari og er það samþykkt af fundargestum.
2. Framkvæmdastjóri fór yfir þróun fjölda félagsmanna. Heildarfjöldi 1004 félagsmenn og hafa fækkað um 20 á milli ára. Framkvæmdastjóri telur að við getum fjölgað frekar og þurfum að höfða til samviskku þeirra sem nýta félagsvæðið og aðstöðuna okkar en eru ekki skráðir í félagið.
3. Atli Már formaður fer yfir skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári og framtíðarinnar.
Varnarstaða hefur verið viðhöfð á undanförnum misserum í lamaðri aðstöðu. Og það hefur gengið mjög vel og betur en hægt er að ætlast til. Og með góðu skipulagi og virkri þátttöku hefur tekist vel til.
Húsið er nú risið og nú þurfum við að átta okkur á hvað við eigum mikla mögulega og virkja það lífi. Framsýni og nýjungar þarf að vera viðhorf í öllum þáttum, bæði stjórnar, starfsmanna og félagsmanna.
Sörli hefur ávalt verið í fararbroddi og við ætlum og eigum að vera það áfram. Fjárhagurinn – rekstur hússins ætti ekki að vera vandamál m.v. þá eftirspurn þá sem hefur nú þegar komið fram. Við höfum ekki viljað fylla húsið alveg því húsið er líka fyrir félagsmenn. Við val á verkefnum – Æskan fengið að vera í fararbroddi líkt og við höfum gert í okkar starfsemi.
Nýir tímar framundan – nú eigum við að sjá að innspýtingu og möguleikarnir okkar eru
Yfirlit framkvæmdarstjóri, fyrir hönd stjórnar Sörla er eftirfarandi:
Starfsárið hófst með venjulegum hætti. Okkar árlega nefndar og sjálfboðaliðagrill var haldið eftir aðalfund 2024 en þar bjóðum við okkar besta fólki í mat og drykk og höfum gaman saman.
Nefndarfundir eru svo haldnir með flestum nefndum til að leggja niður dröginn fyrir næsta vetur.
Félagshesthús, knapamerkjanámskeið og reiðmennskuæfingar byrjuðu í september og bætust námskeið við jafnt og þétt yfir veturinn. Frumtamninganámskeið, pollanámskeið, ýmiss helgarnámskeið, kvennatöltsæfingar, keppnisakademía og afrekshópur. Frábær skráning var á öll námskeið og einnig á æfingar bæði hjá yngir og eldri flokkkum.
Sjöunda starfsár félagshúss hófst síðastliðið haust. Þar er alltaf líf og fjör og fullt af börnum sem ýmist taka þátt í starfinu með lánshestum eða þau sem leigjapláss og eru með eigin hross. Leiguplássin voru nánast full. Nokkrir sem voru í fyrra eru komin út í hverfið sem er frábært og mjög ánægjulegt að krakkarnir þar eru farin að sækja sér meiri menntun, sum eru reiðmennskuæfingum og einnig hafa knapamerki. Þarna fer aðal nýliðunarstarf félagsins fram. Heilmikið viðhald er búið að fara fram nú á haustdögum en þrýstijafnarinn var hreinsaður og yfirfarinn, einnig var skipt um hitaskynjara í grindinni og settir stillitappar við allar brynningarskálar í von um að við náum aðeins niður spónanotkuninni og einnig nauðsynlegt að hafa ef það brotnar brynningaskál þá þarf ekki að taka vatnið af öllu húsinu á meðan það er lagað.
Árs og uppskeru hátíð í nóvember var tvískipt eins og undan farin ár barna og unglingahátíðin er á föstudegi og fullorðins á laugardegi, á þessum hátíðum var okkar fremsta íþróttafólki og fremstu ræktendum veittar viðurkenningar fyrir glæsilegan árangur. Sérstakar viðurkenningar fengu Graðhestamannafélag Sörla fyrir árangur sameignar þeirra Ara frá Votumýri og Ásabjörn Helgi Árnason fyrir glæsilegan árangur Dalvars frá Efsta-Seli á Landsmót 2024. Einnig fengu tveir gullmerki Sörla en það voru þau Pétur Ingi Pétursson og Svandís Magnúsdóttir.
Gríðarlegar framkvæmdir eru búnar að vera á félagsvæði okkar fyrir utan framkvæmdirnar við okkar nýja glæsilega mannvirki. Landsnet gerði nýtt spenniverki við Kaldárselsvegin, tók niður línurnar og gerði lagnaleið á Bleiksteinshálsi í gegnum viðrunarhólfið, sú framkvæmd gekk vel og var gerð innan tímarammans sem verkið átti að taka. Einnig var farið í göngubrúarframkvæmd til að aðskilja ríðandi og gangandi, hjólandi og skokkandi umferð, framkvæmd sem átti að taka ca 3-4 mánuði, verkið hófst í byrjun sept 2024 og því lauk í lok ágúst 2025. Verktíminn var allt of langur og var mjög bagalegt þar sem framkvæmdin var á okkar helstu reiðleið og einu upplýstu reiðleið yfir vetrartímann.
Okkar árlegu skötuveislu var aflýst í des 2024 vegna aðstöðuleysis. En félagið var alveg án félagsaðstöðu frá júní 2024 til vorsins 2025. Við fengum að nýta glersalinn hjá Íshestum fyrir alla bóklega kennslu og einnig ef haldnir voru fundir. Uppskeruhátið barna og unglinga var einnig haldin þar. Við erum mjög þakklát fyrir lánið á aðstöðunni hjá Íshestum, því með henni gátum við nánast haldið allri okkar dagskrá og kennslu óbreyttri þrátt fyrir aðstöðuleysið okkar. Framkvæmdastjóri vann að heiman frá sér í rúmt ár en er flutt í nýja glæsilega skrifstofu sína núna og Svafar og Ásta Kara eru einnig komin með glæsilega vinnuaðstöðu.
Nýtt hesthús var byggt á félagsvæði okkar á árinu, nokkrar lóðir hafa verið seldar og fleiri hús eru að rísa. Þær lóðir sem eru til sölu núna eru í raun síðustu lóðirnar sem verða seldar á félagssvæði Sörla, því ekki er meira landssvæði sem gæti nýst fyrir hesthús, því við erum í raun dálíð aðþrengd með friðað Gráhelluhraun, vatnsvendarsvæði og Skógrækt Hafnarfjarðar hér allt um kring.
Nefndarstarf var mjög öflugt hjá flestum nefndum og gera þau grein frá störfum sínum og viðburðum á þeirra vegum hér á eftir.
Félagafjöldinn er í kringum eitt þúsund félagsmenn, við teljum að töluvert sé af fólki á svæðinu sem ekki er skráð í félagið en nýtir samt aðstöðuna okkar. Viljum við biðja alla að aðstoða okkur við að höfða til samvisku þessa fólks og hvetja alla þá sem nýta okkar frábæru útreiðarleiðir, gerði ofl. til að skrá sig og börnin sín í félagið.
Skírdagshappdrættið er enn aftur okkar stærsta fjáröflun og félaginu gríðarlega mikilvægt – það er mikil vinna bæði að afla vinninga og svo að selja miðana, við fengum allt nefndarfólk og fleiri duglega félagsmenn til að að til að aðstoða okkur við að útvega vinninga og gekk það ljómandi vel.
Í vor fengum við loksins samþykki frá bænum fyrir breytingum á brautarendanum hjá okkur til að gera hann öruggari því hann var stórhættulegur eins og hann var. Landslagsarkitekt var fenginn til að teikna og hanna framkvæmdina. Ákveðið var að drýfa í framkvæmdinni, þó það væru í raun nægar framkvæmdir á svæðinu. Brautarendinn var breikkaður og gerður beinn, meðfram honum var gerð aflíðandi mön með mjúkri beygju inn á reiðleiðina og reiðleiðin sjálf færð aftur fyrir mönina. Einnig var aflagður göngustígur mokaður upp og sett úthagatorf þar niður til að koma í veg fyrir að fólk gengi þann vegstubb og endaði inni á keppnisvellinum okkar eins og svo oft hefur gerst. Við þessa framkvæmd skapaðist einnig rými til að vera með æfingaskeiðbraut við hliðinni á keppnisbrautinni, en hún var í raun til staðar eftir að keppnisbrautin var þrengd fyrir nokkrum árum og nú er búið að setja skeiðbásana við enda æfingabrautarinnar, þannig að þeir eru alltaf klárir fyrir þá sem vilja æfa sig. Okkur skilst að brautirnar og aðstaðan við þær sé orðin sú allra besta á landinu.
54. þing ÍBH var haldið í lok maí, þar hlutu fimm Sörlafélaga viðurkenningar fyrir frábær störf fyrir félagið. Það voru þau Ásta Kara Sveinsdóttir, Anna Björk Ólafsdóttir, Snorri Dal, Helgi Jón Harðarson og Darri Gunnarsson.
Í júní byrjun hækkaði starfshlutfallið hans Svafars í 80% starfshlutfall og núna 1. okt verður hann kominn í 100% starf. Hann verður umsjónamaður nýju hallarinnar, vallasvæðisins og einnig sér hann um viðhald og aðföng fyrir félagshúsið.
Vígsla og afhending nýrrar og glæsilegrar reiðhallar Hestamannafélagsins Sörla fór fram 4. júní s.l. Margt var um manninn og hófst vígsluathöfnin á fána- og skrautreið tæplega 50 ungra knapa á meðan formaður félagsins Atli Már Ingólfsson setti vígsluna. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og félagsmaður Sörla blessaði mannvirkið. Halldóra Einarsdóttir Sörlafélagi var gerð að heiðursfélaga fyrir sitt ötula starf við undirbúning og eftirfylgni við framkvæmd reiðhallarinnar. Framkvæmdastjóri Eyktar Páll Sigurðsson afhenti Valdimari Víðssyni bæjarstjóra Hafnarfjarðar lykla af hinu langþráða og stórkostlega mannvirki sem ný reiðhöll Sörla er. Valdimar bæjarstjóri afhenti í framhaldinu Atla Má Ingólfssyni formanni Sörla lyklana sem áfram fól Sigríði Kristínu Hafþórsdóttur framkvæmdastjóra Sörla lyklana. Unga kynslóðin í Sörla var með skrautreið og fleiri glæsilegar sýningar, því þeirra er jú framtíðin og til þeirra var fyrst og fremst hugað við byggingu mannvirkisins. Að lokum var öllum boðið í kaffi í nýjum og glæstum veislusal. En það var mál manna að þegar þeir gengu inn í mannvirkið þá var það eins og það væri að ganga inn í íþróttahús. Og það er það sem við í Sörla erum svo stolt af að Hafnarfjarðarbær sé fyrsta bæjarfélagið á landsvísu sem lítur á hestaíþróttina eins og hverja aðra íþrótt og byggir þetta stórkostlega mannvirki fyrir íþróttina, það á eftir að breyta hestamennskunni og viðmiðum fyrir alla hestamenn ekki bara hér í Sörla. Við vorum óskaplega ánægð með hvernig til tókst og virkilega gaman hvað margir komu á vixluna. Við viljum einnig þakka öllum sem gáfu okkur gjafir og sendu okkur hamingju óskir með nýja höllina kærlega fyrir.
Kynbótasýningar voru hér í vor, ein full sýningarvika. Sýnendur og starfsfólk frá RML var heillað af aðstöðunni og virkilega gaman að geta eftur haldið sýningar en þær féllu alveg niður hjá okkur í fyrravor. Við erum ótrúlega ánægð með að á næsta ári þá verður nýju dómpallurinn notaður við kynbótasýningarnar, því yfirsýnin úr honum yfir kynbótabrautina er gríðarlega góð
Við áttum tvo verðuga fulltrúa í U-21 landsliðinu í hestaíþróttum þær Fanndísi Helgadóttur og Söru Dís Snorradóttur.
Okkar keppnisfólk er ávallt duglegt að taka þátt í hinum mörgu deildum sem eru í boði, það er duglegt að sækja hin ýmsu opnu mót víðsvegar um landið, stendur sig vel og er félaginu til sóma.
Sara Dís Snorradóttir náði bestum árangri af okkar keppnisfólki en hún vann þrjár greinar á Reykjvaíkurmeistaramótinu. Hún og Djarfur frá Litla-Hofi unnu 100m flugskeið á tímanum 7,70 sek og 250m flugskeið á tímanum 23,30 sek og svo vann hún fjórgang V2 á Gammi frá Efri-Brúnavöllum með einkunina 6,30. Sara Dís varð einnig íslandsmeistari á Djarfi í 250m skeiði, þau sigruðu á tímanum 22,28 sek.
Stórkostlegur árangur hjá Söru Dís og Djarfi, en eftir árangur þeirra á Reykjavíkurmeistaramótinu og svo á Íslandsmótinu þá bauðst þeim sæti í landsliði Íslands, en Sara Dís þáði ekki sætið, því hún vildi halda áfram að njóta og gera góða hluti með Djarfi hér heima á Íslandi. Fanndís Helgadóttir var mjög nálæt því að hreppa landsliðssæti en því miður hafðist það ekki þetta árið.
Íslandsmót barna og unglinga var haldið hjá okkur í ár á Hraunhamarsvellinum. Katla Sif Snorradóttir var ráðin sem framkvædastjóri mótsins. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og var keppt bæði í hefðbundnum íþróttagreinum en að auki var boðið upp á gæðingakeppni. Knapar víðsvegar af landinu sóttu mótið. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hversu sterkt unga Sörlafólkið okkar kom inn á þessu glæsilega móti. Árangurinn ber vott um mikla vinnu, elju og ástríðu fyrir íþróttini. Því er einstaklega gaman að fylgjast með þeim tefla fram hestum sínum og uppskera árangur erfiðisins.
Virkilega gaman var að sjá á mótunum okkar í vor og sumar hversu margir áhorefendur voru að fylgjast með sínu fólki. Skemmtileg stemning skapast í brekkunni og inni í sal, eiga þar eflaust stóran part Stebba og konurnar sem standa vaktina með henni í Stebbukaffi. Því það er alveg frábært fyrir alla að geta farið inn fengið sér að borða eða einhver sætindi hér á svæðinu en ekki þurfa að fara eitthver til að næra sig.
Sjálboðaliðar komu og unnu gríðarlegt starf í battavinnunni í nýju reiðhöllinni, þeir voru ótrúlega öflugir og héldu sér vel að verki á meðan á verkinu stóð. Einnig var kallaður til her manna þegar motturnar undir sandinn í báðum reiðsölunum voru lagðar. Það þurfti auðvitað að gerast hratt og örugglega svo daninn hann Jesper vinur okkar gæti farið að leggja sandinn yfir og blanda flísefninu saman við því tímaramminn var dálítið knappur.
Framkvæmdir hér á Sörlastöðum eru á loka metrunum. Eykt vinnur nú hörðum höndum að því að klára samningsverkið en því á að ljúka nú í lok septmber. Samningsverkið er innan kostnaðaráætlunar sem er frábært en aðrar framkvæmdir eins og endurbæturnar á gömlu reiðhöllinni sjálfri, í eldhúsinu og vélageymslunni, hafa verið kostnaðarsamar. Rafmagnsmál og brunaöryggismál hafa einnig vafið upp á sig. En það var í raun strax í byrjun viss óvissa sem menn vissu af með tengingarnar á mannvirkjunum þ.e.a.s á gömlu höllinni og þeirri nýju. En fljótlega verður öllum framkvæmdum lokið og við erum komin með flottustu og glæsilegustu reiðhöll landsins hér hjá okkur í Sörla.
Ég þakka Ástu Köru fyrir frábært skipulag og yfirsýn í hennar stafi og Svafari samstarfsmanni mínum fyrir hans störf, hann er bara einhvernveginn meðetta eins og maður segir. Hann veit hvað þarf að gera hverju sinni og græjar bara hlutina. Við erum líka óskaplega þakklát fyrir að vera komin með fastan samastað því síðastliðinn vetur var okkur frekar erfiður þar sem við vorum á hálfgerðum hrakhólum.
Og að endingu þá vil ég þakka stjórn, sjálfboðaliðunum og nefndarfólkinu okkar fyrir frábært samastarf í vetur. Og okkar frábæru styrktaraðilum sem margir hverjir styrkja okkur á margvíslegan hátt, jafnvel ár eftir ár. Því að eins öflugt félagstarfi og er hjá okkur í Sörla er eingöngu ykkur að þakka og án ykkar væri lítil starfsemi hjá félaginu.
Sigríður Kr Hafþórsdóttir.
framkvæmdastjóri Sörla
4. Gjaldkeri leggur fram og skýrir árshluta uppgjör félagsins. Rekstur félagsins gengur vel og þrátt fyrir miklar framkvæmdir var hægt að halda úti mikilli starfsemi sem endurspeglast í árshlutareikningi félagsins fyrir fyrri hluta árs 2025.
Rekstrartekjur voru rúmar 69 milljónir og hækkuðu því um tæplega 11 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra.
Rekstrargjöld voru tæplega 55 milljónir. Hækkun gjalda eru tæplaga 4,5 milljónir og kemur helst til vegna fjölgunar starfsmanna auk þess sem rekstur á nýju mannvirki hefur áhrif.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða er tæplega 14,4 milljónir í stað 7.9 milljóna fyrir sama tímabil árið 2024
Þegar búið er að taka tillit til fjármagnsliða er hagnaður upp á tæplega 15,7 milljónir króna.
Efnahagsreikningur – Eignir eru rúmlega 241,6 milljónir í stað rúmlega 211, 5 milljóna fyrir sama tímabil í fyrra.
Eigið fé alls er rúmlega 238,7 milljónir króna og skammtímaskuldir rúmlega 2,8 milljónir króna sem einungis kemur til vegna reikninga sem ekki voru komnir á eindaga um áramót.
Skuldir og eigið fé er samtals rétt rúmlega 241,6 milljónir króna fyrir fyrri helming ársins 2025.
Skýringarnar endurspeglar sundurliðun á starfseminni og sýnir hvernig staðan er
5. Umræður um liði 3 og 4 og atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins.
Stefán Gunnlaugsson – tók til máls og ítrekaði orð formanns og staðan sem við sem félagar værum í einstakri stöðu. Þetta tók virkilega á og verkefnið stóðst allt, allar áætlanir og kostnaðaráætlun.
- Þetta er rétt að byrja og verðum að viðhalda öllu hvað sem það heitir, bílastæði osfrv.
- Gleymum ekki hinum almenna félagsmanna þó það sé horft til afreksmanna.
- Formaður var hvattur til að bjóða sig fram ekki bara til eins árs heldur amk 3ja ára
- Formaður tók til máls og þakkaði hvatninguna og ítrekaði að prímusmótor í að koma verkefninu okkar áfram var Siggi Bjarna sem var vakinn og sofinn yfir verkefninu.
6. Formenn nefnda leggja fram og skýra skýrslur um starf viðkomandi nefnda á liðnu ári, framkvæmdarstjóri las upp skýrslur þeirra nefnda sem formenn voru ekki mættir.
Skýrsla ferðanefndar
Skýrsla kvennadeildar
Skýrsla kynbótanefndar
Skýrsla móta- og vallanefndar
Skýrsla reiðveganefndar
Skýrsla skemmti- og fjáröflunarnefndar
Skýrsla æskulýðsnefndar
7. Kosning formanns. Atli Már Ingólfsson sitjandi formaður gefur kost á sér áfram. Engin mótframboð hafa borist. Allir fundargestir greiða atkvæði með handauppréttingu og er sitjandi formaður kosinn formaður til eins árs.
8. Kjörtímabili þeirra Arnórs Snæbjörnssonar, Bryndísar Snorradóttur og Maríu Júlíu Rúnarsdóttur er að ljúka. Þau gefa öll kost á sér til áframhaldandi setu og fá einróma lófaklapp fyrir og eru því kosinn áfram til stjórnarsetu.
9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara: Tillaga er um að Valka Jónsdóttir og Ísak Gunnarsson gefa kost á sér sem fundarmenn samþykkja. Þá var kosin til vara Halldóra Einarsdóttir.
10. Kosning í nefndir, deildir og ráð. Formenn eru kosnir sérstaklega. Í lávarðardeild er ekki kosið, sbr. 18. gr.
Formenn nefnda.
Ferðanefnd - Jón Harðarson
Krýsuvíkurnefnd - Pétur Ingi Pétursson
Kvennadeild - Guðrún Björk Bjarnadóttir
Kynbótanefnd - Snorri Rafn Snorrason
Laganefnd - Arnór Snæbjörnsson
Móta- og vallanefnd - Valka Jónsdóttir
Reiðveganefnd - Guðríður Eldey Arnardóttir
Skemmti- og fjáröflunarnefnd - Margrét Ásta Jónsdóttir
Sörlastaðanefnd - Pálmi Þór Hannesson
Viðrunarhólfanefnd - Ólafur Ólafsson
Véla- og tækjadeild - Kristján Jónsson
Æskulýðsnefnd - Ragna Júlíusdóttir
Klappað er fyrir sjálfboðaliðum félagsins og starfi þeirra.
11. Tillaga lögð fram til samþykktar um árgjald næsta árs.
Tillaga um óbreytt árgjald kemur frá stjórn. bæði kostir og gallar. Félagsgjald fyrir næsta ár verður því kr. 19.000.
12. Önnur mál
Kerrustæði – hver er staðan með þau og það er ekki búið að raungerast og það er í vinnslu.
Skítagámar – það er ekki heimilt að hafa þá utanlóðar. Sameiginlegar skítaþrær eru ekki til staðar í nýja hverfinu. Langtímalausn er ekki í sjónmáli
Rúllur við Fluguskeiði – mikil lýti fyrir hverfið og mikilvægt að láta fjárlægja
Bílar á víðavangi
Umferðin – alltof mikil í hverfinu og mikilvægt að það verði hægt á umferðinni.
Aðalfundur ályktar um hraðatakmarkanir í hverfinu og hámarkshraði verði
15km á klukkustund. Með því er verið að tryggja öryggi félagsmanna. ( skoða
orðalag )
Hreinsunardagar í efra hverfinu - Það þarf að setja upp félag eða félagsskap sem gætu unnið saman. Það er lagt til félagið standi fyrir hreinsunardag Sörla og það sé á sama tíma og hreinsunardagur í Hliðarþúfum. Spurning að tengja það við plokkdaginn.
Merkjum aðstöðuna okkar
Robótinn okkar fær nafnið Frú Halldóra
Formaður sleit fundi og þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund.
Fleiri málefni voru ekki tekin fyrir og fundi slitið.