2024-07 Stjórnarfundur Sörla

Ýmislegt er nú rætt og skrafað 

1. Dagur íslenska hestsins.

Ræddar voru hugmyndir varðandi að gera þann dag vel sýniilegan hjá okkur í Sörla. Nota kynningarefni frá Horse of Iceland sem er að fara í mikla auglýsingaherferð sem varðar þennan dag. Sett í gang að virkja æskulýðsnefnd Sörla til að koma að þessu með að setja upp hestasýningar ásamt því að bjóða uppá veitingar fyrir gesti og gangandi

2. Tillaga að nýju æfingasvæði.

Rædd var hugmynd sem barst frá Sörlafélaga varðandi að setja upp öruggt svæði til þjálfunar bæði fyrir knapa og hesta og mun Atli Már formaður taka það áfram og fá grófa mynd af kostnaði við hönnun og uppsetningu á svæðinu. Það sem þarf er 1200m langur kassalaga hringur með góðum aflíðandi beygjum 12 m breiður, girtur af beggja vegna, inní þeim hring væri 250m hringvöllur 4 m breiður. Inní vellinum væri gras og lagðar reiðleiðir, sem mætti merkja eftir getu stigum knapa og hesta, einnig yrðu þar Trec þrautabrautir. Grasgötur eru mjög góðar fyrir hesta og í raun nauðsynlegar en þær höfum við ekki á svæðinu okkar í dag. Þá væri hægt að hafa rekstur í afgirta ysta hringnum í minni hópum 1-2 í viku á tilteknum tímum. Við erum eina félagið sem ekki hefur þann möguleika og er miður því að hesturinn er hópdýr og þarf mikla hreyfingu og gerir rekstur í rekstarhringjum gríðarlega mikið fyrir hesta því innistaða í marga mánuði er þeim ekki eðlislæg. Sörli er hestaíþróttafélag sem litið er til með frumkvæði og eflingu almennings, ekki sýst fyrir yngri hópa sem eru að byrja í hestamennsku, en svona svæði er nauðsynlegt til að auðvelda og hjálpa fólki að komast af stað á öruggan hátt í hestamennsku.

3. Frá framkvæmdastjóra

a.     Nýtt gerði

Farið verður í að fá tilboð í nýtt æfingerði við nýju höllina þar sem svo kallað Hvítagerði mun víkja fyrir bílastæði.

b.     Hitablásarar í félagshesthús

Fá tilboð í nýja hitablásar fyrir félagshús tilaga samþykkt. Samþykkt að skoða hugmynd að hita í stétt fyrir framan félagshús. Framkvæmdastjóri og Svavar skoða málið áfram.

c.     Staða á framkvæmdum varðandi mótahald

Miðað við stöðu á framkvæmdum þá mun Hafnafjarðarmeistaramót vera haldið á Sörlavöllum en úrtaka fyrir Landsmót á Hamarsvelli hjá Fák. Er búið að ganga frá því við Hestamannafélagið Fák.

d. Skírdagskaffi

Stjórn hefur lagt inn beiðni til veðurgyðjunnar um góða veðurspá og heyrst hefur að von sé á gríðarlegri stemmningu. Undirbúningur er í fullum gangi.

e. Undirbúningur varðandi Landsmót

Allur undibúnigur í góðum farvegi, nýir keppnisjakkar væntanlegir í maí, farið að athuga með pláss fyrir keppendur okkar fyrir þá sem vilja nýta sér það, samþykkt að halda í hefð og hafa glæsilega grillveislu eins og undanfarin ár fyrir Sörlafélaga. Búið að kaupa miða fyrir keppendur.

f. Flettirit á vefinn

Koma inn á vef Sörla glæsilegri sögu félagsins í tilefni 80 ára afmælis ásamt fleiru úr sögu Sörla, greinum úr afmælisritum og grein sem nýlega birtist í Eiðfaxa.

5. Önnur mál

Búið að fá tilboð í nýja verðlaunagripi, verið að skoða hönnun og útfærslu betur.

Farið verður í það í sumar að klára að mála og gera við leka í þakgluggum á Sörlastöðum og setja upp blásara á þakið fyrir loftskipti.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 21:30