Stjórnar og nefndarstörf. Vilt þú taka þátt?

Það vantar allaf sjálfboðaliða 

Stjórn Sörla óskar eftir áhugasömu fólki til að starfa í stjórn og í hinar ýmsu nefndir félagsins.

Alltaf er pláss fyrir gott fólk. Hér má kynna sér hvaða nefndir starfa hjá Sörla https://sorli.is/nefndir.

Það vantar í fræðslunefnd, kvennadeild, mótanefnd og æskulýðsnefnd.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í félagsstarfinu eru beðnir um að senda línu á sorli@sorli.is eða hafa samband við Atla formann í síma 866-0073

Æskulýðsnefnd Sörla óskar einnig eftir fulltrúum í æskulýðsráð félagsins.

Æskulýðsráð skal skipað a.m.k. 5 – 7 börnum, unglingum og ungmennum á aldrinum 12-21 árs. Leitast skal við að hafa sem breiðast aldursbil innan ráðsins. Ráðið kýs sér ritara. Æskulýðsráði er ætlað að aðstoða æskulýðsnefnd, koma með hugmyndir að viðburðum, skipulagi þeirra og fjáröflun sem ráðið og æskulýðsnefnd skipuleggja í samráði. Æskulýðsráð og æskulýðsnefnd skulu í upphafi starfsárs halda sameiginlegan fund og a.m.k. einn fund þar að auki á hverju starfsári. Fundargerð skal rituð á hverjum fundi og lesin á næsta fundi.

Umsóknir í æskulýðsráð skal senda á aeskulydsnefnd@sorli.is þar sem fram kemur fullt nafn, aldur og símanúmer viðkomanda ásamt netföngum og símanúmerum foreldra/forráðamanna.