Laugardaginn 22. nóvember verður sýnikennsla í hestafimleikum í Lýsishöllinni í Fáki með Kathrin Schmitt. Hestamannafélagið Þytur hefur stundað hestafimleika síðustu 15 ár undir hennar stjórn. Einnig hefur hún farið í önnur hestamannafélög út á landi og haldið vinsæl námskeið en það er nú í fyrsta sinn hér á höfuborgarsvæðinu.
Kl: 12:40-13:00 Stuttur fyrirlestur
Syningin hefst kl:13.00-14:00 - eftir sýningu verður hægt að fá sér kaffisopa og spyrja Kathrin spurninga og spjalla um hestafimleika.
Eftir sýnkennsluna verður farið í létta leiki og æfingar á gólfinu og á tækjum.
Hérlendis er áhuginn á hestafimleikum að aukast og sífellt fleiri sem að byrja stunda þessa íþrótt reglulega. Erlendis nær saga hestafimleika aftur til forna og lengst af voru þeir aðallega notaðir til þjálfunar hermanna en á miðöldum voru hestafimleikar stundaðir til skemmtunar í konungshöllum. Sem nútíma hestaíþrótt hafa hestafimleikar verið þekktir í Þýskalandi síðan 1950. Í dag er þessi íþróttagrein þekkt um allan heim og keppt er í henni allt upp í heimsmeistaramót.
Hestafimleikar eru frábær og skemmtilegt viðbót við hestamennskuna á Íslandi. Þeir efla styrk, janfvægi, tilfinningu fyrir hestinum og samvinnu hjá knapanum og auka fjölbreytileikan í æskulýðsstarfinu hjá hestamannafélögum.
Viðburðurinn er haldin sameiginlega af hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu (Sprettur, Sörli, Hörður og Fákur). Síðustu ár hafa félögin verið að halda keimlík fræðsluerindi með fáum þáttakendum sem hafa jafnvel endað á því að standa ekki undir kostnaði. Með þessum hætti geta félögin unnið saman, haldið stærri viðburði og hjálpast að við að halda fræðsluna.
Aðgangseyrir er 1.500kr
Hlökkum til að sjá ykkur í Víðidalnum.
Fræðslunefndir á Höfuðborgasvæðinu