Reglur um notkun reiðhalla
1. Umsjónarmaður reiðhallar skipuleggur notkun reiðhallar og gætir þess að upplýsingar liggi fyrir í reiðhöll og á vef félagsins.
2. Þegar reiðhöll er opin til almennrar notkunar félagsmanna Sörla er óheimilt á sama tíma að kenna hópum í reiðhöll.
3. Félagsmönnum Sörla er heimilt að njóta leiðsagnar þegar reiðhöll er opin til almennrar notkunar en reiðkennari skal þá leiðbeina frá palli eða stúku en ekki reiðhallargólfi.
4. Öllum knöpum er skylt að nota reiðhjálm.
Almennar reglur í reiðhöllum
Hjálmaskylda er í reiðsal.
Knapar verða að hreinsa skít úr hófum hesta sinna áður en teymt er inn á reiðgólf.
Knapar skulu hirða skít upp eftir sinn hest um leið og hann skítur.
Börn yngri en 13 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.
ATH einungis mega vera 4 í einu á reiðgólfinu í minni höllinni.
Bannað er að lána aðganginn.
Láta vita af sér áður en teymt er inn á völlinn.
Hver knapi má vera inni með hvern hest í 30 mínútur.
Farið á bak og af baki inn á miðjum velli, en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.
Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.
Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar og þá skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.
Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta.
Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.
Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð.
Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf hest er best að gera slíkt inni á miðjum velli.
Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.
Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum og forðast skal að ríða þvert fyrir aðra knapa.
Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hest þar.
Hundar eru stranglega bannaðir inn í reiðhöllinni.
Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð.
Ef knapar virða ekki reglurnar verða þeir sviptir aðgangi sínum í einn mánuð.
Einnig af þeir verða uppvísir af því að hleypa inn þeim sem ekki hafa keypt sér aðgang að höllunum.
Ítrekuð brot varða sviftingu reiðhallalykils í eitt ár, án endurgreiðslu gjalds.