----1 ----

Húsfélag á félagssvæði Sörla í Hlíðarþúfum, 
kt. 581000-2780 

Aðilar að Húsfélaginu eru allir eigendur hesthúsa í hverfi Hlíðarþúfna. Það markast af húsunum sem eru í hringjunum, 100, 200, 300 og 400, sem og húsin sem eru fyrir ofan hesthúshringina, í svokallaði efri byggð eða í 500-línunni.


Tilgangur 
Tilgangur og hlutverk Húsfélagsins er að er að stuðla að sameiginlegum hagsmunamálum eigenda hesthúsa við Hlíðarþúfur, í samræmi við lög um fjöleignarhús nr. 26/1994
Í því felst meðal annars að sjá um varðveislu, viðhald, endurbætur og rekstur sameignarinnar, svo hún fái sem best þjónað sameiginlegum þörfum eigenda og stuðla að og framfylgja því með samþykktum, reglum og ákvörðunum að hagnýting hesthúsanna sé ávallt með eðlilegum hætti og þannig að verðgildi eigna haldist. 
Nánari upplýsingar er hægt að finna undir hnappnum lög og reglur Húsfélagsins.

Húsfélagsgjald
Húsfélagsgjald er greitt einu sinni á ári og er sendur gíróseðill á eiganda. Ef margir eru skráðir eigendur að sama hesthúsi er gjaldið skráð á þann eiganda sem stærstan hlut á í eigninni. Ef allir eiga jafnan hlut er sá sem fyrstur er skráður hjá fasteignamati. 

Húsfélagsgjaldið er ákveðið árlega á aðalfundi húsfélagsins. Gjaldið er 9.000 kr. Sjá nánar um húsfélagsgjald undir hnappnum um eigendaskipti.
 
Litir á hesthúsum í Hlíðarþúfum

Húseigandafélagið hefur gert samning við Málningu hf. að fá málningu á hesthúsin með afslætti, þessa 4 liti sem eru á húsunum. Þeir sem vilja nýta sér þennan afslátt gefi upp kennitölu Húseigandafélagsins 581000 2780 þegar málningin er keypt.

  • Þakið:  ÞOL þakmálning, litur JARÐRAUTT
  • Bárujárnsveggir: ÞOL þakmálning, litur SILKIGRÁTT
  • Timbur: Olíu KJÖRVARI þekjandi, litur DÖKKBRÚNT
  • Sökkull: ÞOL þakmálning, litur GRÁTT

 

----2 ----

Hlutverk stjórnar Húsfélagsins er að sjá um sameiginlega hagsmuni þess og samskipti út á við. Stjórnin fer með sameiginleg málefni Húsfélagsins milli funda og sér um framkvæmd viðhalds og rekstur sameignarinnar og öll önnur sameiginleg málefni í samræmi við ákvæði laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, önnur lög og samþykktir og ákvarðanir húsfunda. Er stjórninni rétt og skylt að taka hvers kyns ákvarðanir sem lúta að venjulegum daglegum rekstri og hagsmunagæslu vegna sameignarinnar. Þá getur stjórnin látið framkvæma á eigin spýtur viðhald og viðgerðir og bráðnauðsynlegar og brýnar ráðstafanir sem þola ekki bið.

Stjórn skal halda reglulega stjórnarfundi svo oft sem þurfa þykir og boðar formaður til þeirra. Að auki boðar hún til aðalfundar einu sinni á ári skv. lögum. Stjórn sér um að viðhalda eigendaskrá. Fundargerð er rituð á hverjum fundi og ber ritari ábyrgð á því ásamt að senda hana á vef Sörla, til upplýsinga til handa eigendum hesthúsanna. Gjaldkeri sér um innheimtu húsgjalda skv. eigendaskrá. Húsfélagið á sér bankareikning og hefur gjaldkeri einn prókúru. 

Húsfélagsgjöldin eru 9.000 krónur.


Í stjórn Húsfélags á félagssvæði Sörla í Hlíðarþúfum, árið 2017 - 2018

Formaður : 
Gunnar Hallgrímsson, 319 s. 898 1486 netfang  guhall@simnet.is
  
Gjaldkeri : 
Sigríður Jónsdóttir 203

Ritari : 
Guðni Kjartansson, 109 netfang Gudni.Kjartansson@rvikskolar.is  

Skoðendur reikninga : 
Valka Jónsdóttir 
 
Til vara er Ingvar Teitsson
 
fimmtudaginn, 23. október 2014 - 10:36