Öryggi okkar Sörlafélaga

 

Kæru félagar

Viljið þið senda á ohapp@sorli.is reynslusögur og myndir ef þið eigið af öllum þeim sem þið sjáið á æfingasvæði okkar þeas á hringjunum okkar tveimur Skógarhringnum, Hraunhringnum og einnig á keppnisvöllunum okkar og beinubrautinni. Við erum búin að vera að berjast fyrir því síðastliðin tvö ár að þessi svæði séu virt sem og okkar æfingasvæði. Það eigi engin önnur umferð að fara um þá. Búið er að setja upp fjögur skilti og verið er að fara að setja upp fjögur í viðbót.

Ásóknin í uppland Hafnarfjarðar eykst, að því er virðist vera, með hverjum deginum sem líður. Svo virðist sem að fólk átti sig ekki á slysahættunni sem það veldur og fer óhikað inn á okkar æfingasvæði. Í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið vart við heilu æfingahópana, bæði hlaupandi og hjólandi, á reiðvegunum okkar. Það er ljóst að lítið er á okkur hlustað þó svo að við séum marg búin að benda á að öryggi okkar félagsmanna sé í stórkostlegri hættu.

Ekki bara tala um ástandið ykkar á milli, sendið reynslusögur og myndir á netfangið ohapp@sorli.is því að sannar frásagnir og myndir þeim til stuðnings eru alltaf árangursríkastar og mest á þær hlustað.