Vinna hófst í gær við lokafrágang á möninni við brautarendann, stefnt er á að henni ljúki í vikunni.
Með þessari framkvæmd er verið að tryggja meira öryggi við brautarendan hjá knöpum sem eru á útreiðum og þeim sem eru að æfa eða ef keppni er í brautinni.
Hönnun á þessu verkefni hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma. Að hönnuninni kom auk landslagsarkitekta og reyndir skeiðknapar víðsvegar að. Við þökkum þeim aðstoð og ráðgjöf og hlökkum til að sjá brautina í notkun í komandi framtíð.