Hestamannafélagið Sörli óskar eftir starfskrafti í hlutastarf

Hvetjum áhugsama til að sækja um 

Hestamannafélagið Sörli leitar eftir starfskrafti í hlutastarf til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Í boði er hlutastarf sem getur aukist þegar ný reiðhöll kemur í fullan rekstur. Viðkomandi starfar með framkvæmdastjóra félagsins og undir hans leiðsögn.

Helstu verkefni og ábyrgð.

Starfslýsing

Aðstoð við félagshús
Viðhald og rekstur á eigum félagsins, innan dyra sem utan.
Tengsl og aðstoð varðandi viðburði á vegum félagsins eftir því sem þurfa þykir
Önnur tilfallandi verkefni
Vinnutími er sveigjanlegur og getur oft verið í samræmi við tilfallandi verkefni

Í boði er hlutastarf sem getur aukist þegar ný reiðhöll kemur í fullan rekstur.
Viðkomandi stafar með framkvæmdastjóra félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

Starfskröfur

Starfsmaðurinn verður að geta unnið sjálfstætt og vera útsjónarsamur og laghentur
Vinnuvélaréttindi og reynsla af vinnu á traktorum
Félagsleg færni og sveigjanleiki
Hreint sakavottorð

Hestamannafélagið Sörli er ört vaxandi og vel rekið íþróttafélag. Félagsmenn eru í dag yfir 1000 talsins og því mikið líf og fjör. 
Mikill metnaður er í Sörla og í dag er þar uppbygging reiðhallar sem verður eins sú glæsilegasta á landinu.
Í Sörla er um að ræða fjölbreytt verkefni. 
Auk daglegs reksturs, viðburða, reksturs reiðskemmu, valla og reiðvega rekur Sörli glæsilegt félagshús sem mikil starfsemi er í 10 mánuði á ári. Í félagshúsi er ungt fólk með hesta sína í glæsilegu virku starfi.

Hér er hægt að sækja um starfið.