Skrifað var undir samstarfssamning um keppni í 1. deildinni þann 11. júní síðastliðinn. Deildin mun næstu árin verða til húsa í nýrri og glæsilegri Sörlahöll.
„Það er tilhlökkun í Sörla yfir þessu samstarfi við 1. deildina segir Atli Már formaður Sörla. Metnaður og fagmennska virðist einkenna starfið í deildinni og við vonum að nýja aðstaðan hér í Hafnarfirði muni nýtast deildinni vel. Við sjáum þetta sem tækifæri til að þróa áfram mótahald innanhúss og bjóða upp á skemmtilega keppni í húsinu og líflegt andrúmsloft í tengslum við keppniskvöldin“
Dagsetningar fyrir keppnisgreinar hafa þegar verið ákveðnar fyrir veturinn 2026 og eru þær eftirfarandi.
Fjórgangur V1, 13. feb 2026
Gæðingalist, 27. feb 2026
Slaktaumatölt T2, 12. mars 2026
Fimmgangur F1, 26. mars 2026
Tölt T1, 9. apríl 2026
Sigurður formaður 1. deildarinnar segir stjórn mjög ánægða með nýgerðan samning og telur aðstöðuna verða mikla lyftistöng fyrir deildina sem vex og styrkist með hverju árinu.
Hér má sjá Atla Má og Sigurður undirrita samninginn.