Folaldasýning - Næstu tveir tollarnir á uppboðinu

Húni og Vísir 

Folaldasýning Sörla verður haldin 16.mars næstkomandi, tímasetning nánar auglýst síðar.

Vísir og Húni á uppboði !

Folaldasýning Sörla verður haldin á Sörlastöðum laugardaginn 16.mars.

Folaldasýningin er opin öllum og skráning fer fram í gegnum netfangið topphross(hja)gmail.com. Við skráningu þarf að koma fram nafn folalds, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráningargjald er 3500 kr, millifært á reikning 0545-26-3615, senda þarf kvittun á topphross(hja)gmail.com með nafni folalds sem skýringu.

Skráningu lýkur á fimmtudaginn kl 12:00 (á hádegi).

Folatollauppboðið verður ekki af verri endanum og hafa nú bæst tveir frábærir gæðingar í hópinn.

Húni frá Ragnheiðarstöðum
Húni er stórglæsilegur klárhestur undan gæðingamóðurinni Hendingu frá Úlfsstöðum og Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum. Húni var sýndur glæsilega af Helgu Unu Björnsdóttur síðastliðið sumar og hlaut fyrir sköpulag 8,76 og fyrir hæfileika 8,38 (hæfileikar án skeiðs; 9,0), þar af 9,5 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, brokk og fegurð í reið. Gefandi tollsins er ræktandi hestsins; Helgi Jón Harðarson.

Vísir frá Kagaðarhóli
Vísi þarf vart að kynna en hann hefur verið afar áberandi í töltkeppnum undanfarin misseri ásamt knapa sínum Páli Braga Hólmarssyni. Vísir er úrvals gæðingur undan gæðingamóðurinni Óperu frá Dvergsstöðum og heiðursverðlaunahestinum Arði frá Brautarholti. Vísir hefur hlotið 9 fyrir tölt í kynbótadómi og er einn af fremstu tölturum landsins, margsinnis skorað yfir 8 í töltkeppni. Gefendur tollsins eru Austurkot ehf og Gísli Kjartansson.

Kynbótanefnd þakkar kærlega fyrir þessa frábæru tolla.

Húni frá Ragnheiðarstöðum
Vísir frá Kagaðarhóli