Folaldasýning - Næstu þrír tollarnir á uppboðinu

Hraunhamar, Örvar og Straumur. 

Folaldasýning Sörla verður haldin 16.mars næstkomandi, tímasetning nánar auglýst síðar.

Folatollauppboðið verður á sínum stað og hér kynnum við næstu 3 folatolla á uppboði.

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum

Hraunhamar er stórglæsilegur klárhestur undan gæðingaforeldrunum Loka frá Selfossi og Hátíð frá Úlfsstöðum. Hraunhamar hefur hlotið fyrir sköpulag 8,45 og 8,35 fyrir hæfileika (hæfileikar án skeiðs 8,95), þar af 9,5 fyrir tölt! Ræktandi og eigandi er Helgi Jón Harðarson.

Örvar frá Gljúfri

Örvar er frábær alhliða hestur undan höfðingjanum Stála frá Kjarri og Ör frá Gljúfri. Örvar hefur hlotið 8,09 fyrir sköpulag og 8,90 fyrir hæfileika, þar af 10 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja og geðslag! Ræktandi Örvars er Jón Hólm Stefánsson og eigendur eru Helga María Jónsdóttir, Jóhannes Helgason og Jón Óskar Jóhannesson.

Straumur frá Hríshóli 1

Straumur er glæsilegur 1.verðlauna alhliða stóðhestur, brúnblesóttur, undan Þyt frá Skáney og Embla frá Hæringsstöðum. Straumur er alvöru vekringur og hefur farið á tímanum 7,42sek í 100m skeiði. Ræktandi Straums er Vilberg Þráinsson og eigendur Ásta Friðrika Björnsdóttir og Ylfa Guðrún Svafarsdóttir.

Við í kynbótanefnd Sörla þökkum eigendum þessara frábæru stóðhesta kærlega fyrir stuðninginn.

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum
 Örvar frá Gljúfri
Straumur frá Hríshóli 1