Áhugamannamót Íslands 2025 – Þrír dagar af hestamennsku, gleði og samveru
Áhugamannamót Íslands fór fram dagana 20.–22. júní á Hraunhamarsvellinum á glæsilegu félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Þrátt fyrir fjölbreytt veðurfar var frábær stemning alla helgina og þátttaka góð. Skipulagning mótsins var til fyrirmyndar og umgjörðin um vallarsvæðið, náttúran ásamt glæsilegri aðstöðu á svæðinu gerðu mótið eftirminnilegt fyrir keppendur og gesti.
Föstudagur – Glæsilegur upphafsdagur
Föstudagurinn bauð upp á sól og blíðu, sem skapaði kjöraðstæður fyrir forkeppni í töltgreinum og gæðingaskeiði. Keppendur og áhorfendur nutu dagsins til fulls og allt gekk samkvæmt áætlun.
Laugardagur – Rigning en góð stemning
Þrátt fyrir vætutíð og rigningu létu þátttakendur sig ekki vanta á laugardeginum þar sem haldnar voru forkeppnir í fjórgangs- og fimmgangsgreinum. Keppni gekk vel og sáust margar flottar sýningar.
Sunnudagur – Úrslit og glæsilegar sýningar
Sunnudagurinn var tileinkaður úrslitum í öllum greinum. Rigningaspáin gekk ekki eftir en sólin lét sjá sig og hlýtt var í veðri, kjöraðstæður fyrir úrslitadag. Keppnin var hörð og frammistaða knapa og hesta vakti mikla hrifningu.
Heildarniðurstöður mótsins má nálgast neðar á síðunni.
Fjölskyldudagskrá á laugardegi
Á meðan á keppni stóð á laugardeginum var boðið upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina:
Hoppukastalar voru settir upp inni í gömlu reiðhöllinni.
Íshestar buðu börnum í teymt undir frá kl. 11:00–13:00 í stóra gerðinu fyrir aftan gömlu höllina.
Pylsur í boði fyrir 16 ára og yngri voru bornar fram í hádeginu
Auk þess var hið rómaða Stebbukaffi opið alla mótsdaga, með ljúffengu úrvali fyrir svanga mótsgesti.
Kvöldskemmtun fyrir fullorðna – Stuð og stemming!
Kvölddagskrá fór fram á laugardagskvöldinu í veislusal Guðrún Árný steig á svið og hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið – og stemningin var frábær og skemmti fólk sér vel. Skipuleggjendur hefðu samt vilja sjá fleiri mæta til að hafa gaman saman.
Saga Áhugamannamóts Íslands
Áhugamannamót Íslands hefur verið haldið árlega í yfir tvo áratugi og hefur fest sig í sessi sem mikilvægur viðburður í íslenskri hestamennsku. Mótið er ætlað fullorðnu áhugafólki sem ekki keppir í meistaraflokki og gefur því breiðari hópi tækifæri til að blómstra í samkeppni og samveru.
Farandbikarar á mótinu
Á Áhugamannamóti Íslands 2025 voru veittir veglegir farandbikarar í 1. flokki, sem eru rausnarleg gjöf frá Gangmyllunni – þeim Olil Amble og Bergi Jónssyni. Bikararnir bera nöfn sem vísa beint í fræga ræktunarhryssa þeirra hjóna
Bikararnir og viðkomandi greinar eru eftirfarandi á þessu móti:
Ljónslapparbikarinn – veittur í Fimmgangi F2
Álfadísarbikarinn – veittur í Tölti T3
Heilladísarbikarinn – veittur í Tölti T4
Djörfungarbikarinn – veittur í Gæðingaskeiði PP1
Þernubikarinn – veittur í Fjórgangi V2
Þessir bikarar eru ekki aðeins tákn um úrslit heldur einnig viðurkenning fyrir frammistöðu og árangur, samspil knapa og hests. Hvetjum keppendur framtíðarinnar til að stefna á að skrá nafn sitt á þessa virðingarverðu farandbikara.
Takk fyrir okkur!
Við viljum færa öllum sem komu að mótinu – keppendum, sjálfboðaliðum, áhorfendum og styrktaraðilum – innilegar þakkir fyrir frábæra helgi. Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur að ári!
📸 Myndir og frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum: Áhugamannamót Íslands 2025
Niðurstöður Áhugamannamóts Íslands
Samanlagðir fjórgangssigurvegarar
1. Flokkur Hrafnhildur Jónsdóttir og Vinur frá Sauðárkróki
2. Flokkur Edda Sóley Þorsteinsdóttir og Laufey frá Ólafsvöllum
3. Flokkur Sunna Þuríður Sölvadóttir og Túliníus frá Forsæti 2
Samanlagðir fimmgangssigurvegarar
1. Flokkur Garðar Hólm Birgisson og Kná frá Korpu
2. Flokkur Maya Anna Tax og Yngri Brúnka frá Íbishóli
Gæðingaskeið PP1
1. flokkur
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Iris Cortlever Seyla frá Selfossi Jökull 6,50
2 Ólafur Guðmundsson Sif frá Akranesi Dreyri 6,08
3 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu Fákur 5,88
4 Kristinn Karl Garðarsson Tenór frá Hólabaki Hörður 5,38
5 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Fáfnir frá Syðri-Úlfsstöðum Sprettur 5,38
6 Darri Gunnarsson Ísing frá Harðbakka Sörli 4,46
7 Hrafnhildur Jónsdóttir Tónn frá Álftagerði Fákur 2,21
8 Auður Stefánsdóttir Þota frá Vindási Sprettur 0,00
Tölt T7
3. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta F Björnsdóttir Þór frá Hekluflötum Fákur 6,87
2 Sólrún Sif Guðmundsdóttir Árdís frá Flagbjarnarholti Fákur 5,87
3 Sunna Þuríður Sölvadóttir Túliníus frá Forsæti II Sörli 5,50
4 Edda Eik Vignisdóttir Frú Lauga frá Laugavöllum Sprettur 5,47
5 Edda Eik Vignisdóttir Gjóska frá Hellum Sprettur 5,37
6 Sandra Westphal-Wiltschek Sif frá Skammbeinsstöðum 1 Fákur 5,20
7 Guðrún María Guðmundsdóttir Djörf frá Búlandi Geysir 5,10
8 Steindór Tómason Frosti frá Kambi Geysir 4,97
9 Styrmir Sigurðsson Leiknir frá Litlu-Brekku Sprettur 4,87
10 Rósbjörg Jónsdóttir Dagur frá Söðulsholti Sörli 3,10
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Ásta F Björnsdóttir Þór frá Hekluflötum Fákur 6,83
2 Sólrún Sif Guðmundsdóttir Árdís frá Flagbjarnarholti Fákur 5,92
3 Sunna Þuríður Sölvadóttir Túliníus frá Forsæti II Sörli 5,83
4 Edda Eik Vignisdóttir Gjóska frá Hellum Sprettur 5,67
5-6 Sandra Westphal-Wiltschek Sif frá Skammbeinsstöðum 1 Fákur 5,33
5-6 Guðrún María Guðmundsdóttir Djörf frá Búlandi Geysir 5,33
Tölt T4
1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,33
2 Bryndís Arnarsdóttir Dáti frá Austurkoti Sleipnir 6,27
3 Rúnar Freyr Rúnarsson Sól frá Stokkhólma Sprettur 5,93
4 Auður Stefánsdóttir Sproti frá Vindási Sprettur 5,47
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,88
2 Auður Stefánsdóttir Sproti frá Vindási Sprettur 6,67
3 Rúnar Freyr Rúnarsson Sól frá Stokkhólma Sprettur 6,42
4 Bryndís Arnarsdóttir Dáti frá Austurkoti Sleipnir 6,25
Tölt T3
1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Auður Stefánsdóttir Sara frá Vindási Sprettur 6,80
2-3 Rúnar Freyr Rúnarsson Styrkur frá Stokkhólma Sprettur 6,70
2-3 Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri Sleipnir 6,70
4-5 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Sörli 6,50
4-5 Bryndís Arnarsdóttir Andrá frá Mykjunesi 2 Sleipnir 6,50
6 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Hnokki frá Áslandi Sörli 6,47
7 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,40
8 Anna Bára Ólafsdóttir Drottning frá Íbishóli Sprettur 6,30
9 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Kví frá Víðivöllum fremri Sörli 6,27
10-11 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kara frá Korpu Sprettur 6,17
10-11 Sigurbjörg Jónsdóttir Alsæll frá Varmalandi Sörli 6,17
12 Patricia Ladina Hobi Kjuði frá Þjóðólfshaga 1 Brimfaxi 5,73
13 Iris Cortlever Ýmir frá Myrkholti Jökull 5,63
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Auður Stefánsdóttir Sara frá Vindási Sprettur 6,89
2 Rúnar Freyr Rúnarsson Styrkur frá Stokkhólma Sprettur 6,83
3 Soffía Sveinsdóttir Skuggaprins frá Hamri Sleipnir 6,72
4 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,61
5-6 Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Hnokki frá Áslandi Sörli 6,44
5-6 Bryndís Arnarsdóttir Andrá frá Mykjunesi 2 Sleipnir 6,44
Tölt T3
2. Flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Edda Sóley Þorsteinsdóttir Laufey frá Ólafsvöllum Fákur 6,10
2-3 Valdimar Ómarsson Geimfari frá Álfhólum Sprettur 5,97
2-3 Katrín Stefánsdóttir Dugur frá Litlu-Sandvík Háfeti 5,97
4 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Sól frá Kirkjubæ Sprettur 5,93
5 Kristinn Karl Garðarsson Beitir frá Gunnarsstöðum Hörður 5,87
6 Indíana Líf Blurton Þróttur frá Hvammi Fákur 5,73
7 Inga Dröfn Sváfnisdóttir Sörli frá Lækjarbakka Sleipnir 5,73
8 Eyjólfur Sigurðsson Bylgja frá Áslandi Sörli 5,60
9-10 Hrefna Margrét Karlsdóttir Veigar frá Lækjarbakka Sprettur 5,57
9-10 Lilja Hrund Pálsdóttir Reykur frá Prestsbakka Sleipnir 5,57
11 Maya Anna Tax Yngri Brúnka frá Íbishóli Skagfirðingur 5,50
12 Sveinn Heiðar Jóhannesson Atlas frá Álfhólum Sörli 4,70
13 Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir Höfðingi frá Hjallanesi 1 Sörli 3,53
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Valdimar Ómarsson Geimfari frá Álfhólum Sprettur 6,17
2 Indíana Líf Blurton Þróttur frá Hvammi Fákur 6,11
3 Edda Sóley Þorsteinsdóttir Laufey frá Ólafsvöllum Fákur 6,06
4 Kristinn Karl Garðarsson Beitir frá Gunnarsstöðum Hörður 5,89
5 Katrín Stefánsdóttir Dugur frá Litlu-Sandvík Háfeti 5,72
6 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Sól frá Kirkjubæ Sprettur 5,56
Fjórgangur V5
3. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sunna Þuríður Sölvadóttir Túliníus frá Forsæti II Sörli 5,57
2 Lára Ösp Oliversdóttir Hringur frá Blönduósi Hörður 5,40
3 Guðrún María Guðmundsdóttir Djörf frá Búlandi Geysir 5,03
4 Anna-Lena E. K. Maria Bechstei Hafdís frá Bakkakoti Sörli 4,90
5 Edda Eik Vignisdóttir Loki frá Laugavöllum Sprettur 4,43
6 Nadine Stehle Hnútur frá Kaldbak Sörli 4,03
7 Rósbjörg Jónsdóttir Dagur frá Söðulsholti Sörli 3,53
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sunna Þuríður Sölvadóttir Túliníus frá Forsæti II Sörli 5,92
2 Lára Ösp Oliversdóttir Hringur frá Blönduósi Hörður 5,62
3 Guðrún María Guðmundsdóttir Djörf frá Búlandi Geysir 5,33
4 Anna-Lena E. K. Maria Bechstei Hafdís frá Bakkakoti Sörli 5,04
5 Edda Eik Vignisdóttir Loki frá Laugavöllum Sprettur 4,58
6 Nadine Stehle Hnútur frá Kaldbak Sörli 3,29
Fjórgangur V2
1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Auður Stefánsdóttir Runni frá Vindási Sprettur 6,93
2 Anna Kristín Kristinsdóttir Kári frá Björgum Sprettur 6,60
3 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,53
4 Gunnhildur Sveinbjarnardóttir Sólon frá Sælukoti Fákur 6,50
5 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Sörli 6,43
6 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kara frá Korpu Sprettur 6,33
7 Játvarður Jökull Ingvarsson Gutti frá Skáney Hörður 6,20
8-9 Játvarður Jökull Ingvarsson Lér frá Ekru Hörður 6,13
8-9 Garðar Hólm Birgisson Kata frá Korpu Fákur 6,13
10 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Kví frá Víðivöllum fremri Sörli 6,00
11 Sigurbjörg Jónsdóttir Medína frá Ármóti Sörli 5,87
12 Iris Cortlever Ýmir frá Myrkholti Jökull 5,77
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Auður Stefánsdóttir Runni frá Vindási Sprettur 7,00
2 Anna Kristín Kristinsdóttir Kári frá Björgum Sprettur 6,60
3 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli Sörli 6,50
4-5 Gunnhildur Sveinbjarnardó Sólon frá Sælukoti Fákur 6,47
4-5 Hrafnhildur Jónsdóttir Vinur frá Sauðárkróki Fákur 6,47
6 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Kara frá Korpu Sprettur 6,40
Fjórgangur V2
2. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indíana Líf Blurton Þróttur frá Hvammi Fákur 6,37
2 Mathilde Larsen Staka frá Íbishóli Léttir 6,20
3 Lilja Hrund Pálsdóttir Reykur frá Prestsbakka Sleipnir 6,07
4 Edda Sóley Þorsteinsdóttir Laufey frá Ólafsvöllum Fákur 6,00
5 Erna Jökulsdóttir Kveikur frá Melkoti Sprettur 5,80
6 Valdimar Ómarsson Geimfari frá Álfhólum Sprettur 5,67
7 Hrefna Margrét Karlsdóttir Veigar frá Lækjarbakka Sprettur 5,63
8 Maya Anna Tax Nn frá Álfhólum Skagfirðingur 5,57
9 Eyjólfur Sigurðsson Aron Einar frá Áslandi Sörli 5,53
10 Kristinn Karl Garðarsson Nökkvi frá Laufbrekku Hörður 5,33
11 Sveinn Heiðar Jóhannesson Atlas frá Álfhólum Sörli 4,87
12 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Tóta frá Haukagili Hvítársíðu Sprettur 4,73
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Indíana Líf Blurton Þróttur frá Hvammi Fákur 6,57
2 Mathilde Larsen Staka frá Íbishóli Léttir 6,27
3 Lilja Hrund Pálsdóttir Reykur frá Prestsbakka Sleipnir 6,17
4 Erna Jökulsdóttir Kveikur frá Melkoti Sprettur 6,13
5 Edda Sóley Þorsteinsdóttir Laufey frá Ólafsvöllum Fákur 6,03
6 Valdimar Ómarsson Geimfari frá Álfhólum Sprettur 5,67
Fimmgangur F2
1. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu Fákur 6,60
2 Auður Stefánsdóttir Ósk frá Vindási Sprettur 6,43
3 Alexander Ágústsson Hrollur frá Votmúla 2 Sörli 5,93
4 Hrafnhildur Jónsdóttir Tónn frá Álftagerði Fákur 5,80
5 Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa Sörli 5,77
6 Ólafur Guðmundsson Sif frá Akranesi Dreyri 5,50
7 Inga Kristín Sigurgeirsdóttir Kolla frá Sólheimatungu Sörli 5,20
8 Gunnhildur Sveinbjarnardó Vissa frá Jarðbrú Fákur 5,17
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu Fákur 6,62
2 Auður Stefánsdóttir Ósk frá Vindási Sprettur 6,48
3 Alexander Ágústsson Hrollur frá Votmúla 2 Sörli 6,33
4-5 Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa Sörli 6,07
4-5 Hrafnhildur Jónsdóttir Tónn frá Álftagerði Fákur 6,07
6 Ólafur Guðmundsson Sif frá Akranesi Dreyri 6,02
Fimmgangur F2
2. flokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Erna Jökulsdóttir Myrká frá Lækjarbakka Sprettur 5,63
2 Árni Geir Sigurbjörnsson Óskadís frá Miðási Sprettur 5,60
3 Maya Anna Tax Yngri Brúnka frá Íbishóli Skagfirðingur 5,57
4 Kristinn Karl Garðarsson Veigar frá Grafarkoti Hörður 5,50
5 Sveinn Heiðar Jóhannesson Glæsir frá Skriðu Sörli 5,10
6 Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir Höfðingi frá Hjallanesi 1 Sörli 1,97
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Maya Anna Tax Yngri Brúnka frá Íbishóli Skagfirðingur 6,12
2 Kristinn Karl Garðarsson Veigar frá Grafarkoti Hörður 6,10
3 Árni Geir Sigurbjörnsson Óskadís frá Miðási Sprettur 5,76
4 Sveinn Heiðar Jóhannesson Glæsir frá Skriðu Sörli 5,17
5 Erna Jökulsdóttir Myrká frá Lækjarbakka Sprettur 4,57
6 Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir Höfðingi frá Hjallanesi 1 Sörli 1,90