Afmælis- og þorrahátíð Sörla

Merk tímamót 

 Nú er komið að árlegu þorrablóti Sörla sem að þessu sinni verður einnig upphaf af stórafmælisári Hestamannafélagsins Sörla sem verður 80 ára 7. febrúar nk.

Þetta verður því fyrsti viðburðurinn að því tilefni. Viðburðurinn heitir því, að þessu sinni, Afmælis- og þorrahátíð Sörla og verður hún haldin í veislusal Hauka, Ásvöllum, laugardaginn 27. janúar n.k. kl. 18

Við hvetjum alla Sörlafélaga eldri en 18 ára og fjölmenna á þessa hátíð, bjóða vinum og einnig láta spyrjast til eldri félaga.

 Á boðstólnum verður að sjálfsögðu þorramatur en einnig verður boðið upp á lambalæri með tilheyrandi og auðvitað grænkerafæði.

Sörlafélagarnir Siggi Finnur og Magga Ásta sjá um matinn.

Til að allir fái sitt þá óskum við eftir því þegar þið pantið miða að þið látið vita hvað þið viljið borða:

  • Þorramat

  • Lambalæri

  • Þorramat og lambalæri

  • Grænkerafæði

 Dagskráin er ekki fullmótuð en við vitum að

  • húsið opnar kl. 18:00 með fordrykk.

  • borðhald hefst kl. 19:00.

  • veislustjóri kvöldsins verður hinn þjóðþekkti Gísli Einarsson

  • hljómsveitin Mannamót mun spila fyrir dansi.

  • að það ætla allir að mæta í góðum gír til að eiga góða skemmtun saman

Miðaverð er 11.000 kr. á mann.

Miðapöntun sendist á skemmtinefnd@sorli.is þar komi fram nafn, sími, fjöldi miða og hvað þið viljið borða.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Skemmtinefnd
Sörla