Árs- og uppskeruhátíð fullorðinna 2025

Dansskór og partýgalli 

laugardaginn 15. nóvember 2025 kl. 18:00

Kæru Sörlafélagar og vinir

Nú er komið að því að halda Árs- og uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Sörla í nýja veislusal okkar á Sörlastöðum, laugardaginn 15. nóvember.
Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og borðhald hefst kl. 19.

Maturinn kemur frá Bragðlaukum

Forréttir

  • Hvítlauks kjúklingaspjót með hvítlaukssós

  • Snitta með heitreyktum laxi, sultuðum lauk og sætri sinnepssósu.

  • Humar á blómkálsmauki með trufflu og graslauk.

  • Tapas snitta með nautakjöti í karamellu með sætkartöflumùs og ruccola.

  • Beikon vafin hörpuskel með döðlumauki

  • 4 tegundir af brauði.

  • Hummus, tapenade og pestó

Aðalréttir

  • Hægeldað lambalæri marinerað í smjöri og sítrónu

  • Salviu og smjör bakaðar kalkúnabringur

Meðlæti

  • Appelsínubakaðar-sætar kartöflur

  • Rósmarín steikt kartöflusmælki

  • Gljáð rótargrænmeti

  • Villisveppasósa

Eftirréttur

  • Sætir bitar


Regína Ósk (söngkona og útvarpskona) sér um veislustjórn.
Hljómsveitin Glymskrattarnir leikur fyrir dansi.

Miðaverð fyrir mat og ball 12.500 kr. á mann.
Miðapantanir á skemmtinefnd@sorli.is (nafn, sími og fjöldi miða).

Skemmtinefndin hvetur Sörlafélaga að fjölmenna og draga vini sína með.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Kveðja Skemmtinefndin

Helstu upplýsingar um viðburð:

Hvað:
Skemmtun
Hvenær:
Hvar:
Að Sörlastöðum
Hver:
Skemmtinefnd hefur umsjón með þessum viðburði.
Viðburðurinn var settur í Dagskrá þann 18. september 2025