Kæru Sörlafélagar og vinir
Nú er komið að því að halda Árs- og uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Sörla í nýja veislusal okkar á Sörlastöðum, laugardaginn 15. nóvember.
Húsið opnar kl. 18 með fordrykk og borðhald hefst kl. 19.
Maturinn kemur frá Bragðlaukum
Forréttir
Hvítlauks kjúklingaspjót með hvítlaukssós
Snitta með heitreyktum laxi, sultuðum lauk og sætri sinnepssósu.
Humar á blómkálsmauki með trufflu og graslauk.
Tapas snitta með nautakjöti í karamellu með sætkartöflumùs og ruccola.
Beikon vafin hörpuskel með döðlumauki
4 tegundir af brauði.
Hummus, tapenade og pestó
Aðalréttir
Hægeldað lambalæri marinerað í smjöri og sítrónu
Salviu og smjör bakaðar kalkúnabringur
Meðlæti
Appelsínubakaðar-sætar kartöflur
Rósmarín steikt kartöflusmælki
Gljáð rótargrænmeti
Villisveppasósa
Eftirréttur
Sætir bitar
Regína Ósk (söngkona og útvarpskona) sér um veislustjórn.
Hljómsveitin Glymskrattarnir leikur fyrir dansi.
Miðaverð fyrir mat og ball 12.500 kr. á mann.
Miðapantanir á skemmtinefnd@sorli.is (nafn, sími og fjöldi miða).
Skemmtinefndin hvetur Sörlafélaga að fjölmenna og draga vini sína með.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Kveðja Skemmtinefndin