WR Hafnarfjarðarmeistaramótið 2025 – Fjör, kraftur og stig á heimslista!

Á Hraunhamarsvelli 

Hafnarfjarðarmeistaramótið WR – EYKTARMÓTIÐ


📍 Sörlastaðir – Hraunhamarsvöllur
📅 1.–4. maí 2025

Hestamannafélagið Sörli býður til glæsilegs WR íþróttamóts í Hafnarfirði dagana 1.–4. maí!   Hér er allt á hreinu: flottar keppnisgreinar, alvöru dómarateymi, góðar aðstæður – og heimsmetsvæn stemning.

Mótið verður World Ranking mót, sem þýðir að árangur keppenda í WR-greinum telur inn á heimslista FEIF.

Aðalstyrktaraðili mótsins er EYKT - Þekkingarfyrirtæki í byggingariðnaði.

Skráning og gjaldskrá

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og telst gild þegar greiðsla hefur borist. Ekki verður tekið við skráningum eftir 27. apríl.  Skráning er þegar opin.

Skráningarfrestur og gjaldskrá:

Dómarar

Dómararnir eru ekki að verri endanum.
Fimm reyndir dómarar dæma mótið, þar af fjórir með alþjóðleg FEIF réttindi:

• Sigríður Pjetursdóttir, yfirdómari
• Anna Andersen
• Ann Winter
• Sigurður Kolbeinsson
• Ragnar Stefánsson
🔁Varadómari: Elsa Magnúsdóttir

Athugið

• Lágmarksþátttaka þarf að nást í hverri grein (8 skráningar) – annars fellur hún niður.
• B-úrslit eru haldin ef 25  eða fleiri keppendur eru skráðir í grein.
• Ef engin B-úrslit eru, fara 6 efstu í A-úrslit.
• Keppendur bera ábyrgð á að kynna sér reglur LH og FEIF.

Aðrar upplýsingar um greinar, aldursflokka og þátttökurétt má finna hér: 

·         Almennar reglur um keppni

·         Reglur um íþróttakeppni

Við hlökkum til að sjá ykkur á Hraunhamarsvellinum – með hesta, bros og keppnisskap! Fylgstu með frekari upplýsingum á sorli.is og samfélagsmiðlum Sörla.

Með kveðju, mótsstjórn

• Inga Kristín Sigurgeirsdóttir
• Valka Jónsdóttir
Netfang mótanefndar: motanefnd@sorli.is