Framkvæmdir við Hlíðarþúfur - vitleysan heldur áfram

Tillitsleysi 

Búið er að taka báða afleggjarana í sundur fyrir neðan Hlíðarþúfur, án þess að upplýsa okkur.

Við eigum víst að fara göngustíginn og niður á reiðveg eins og myndin sýnir.

Áður var búið að upplýsa framkvæmdastjóra um að það yrði sett ídráttarrör undir reiðvegatengingarnar sem lögnin yrði sett í til að koma í veg fyrir þessar lokanir.

Eflaust er best fyrir einhverja að teyma hesta sína niður á reiðveginn, ef fólki er ílla við að ríða malbikið á mismikið tömdum hrossum.

Vinsamlegast farið varlega, því þetta er svo sannarlega ekki heppilegasti tíminn svona í svartasta skammdeginu að skapa okkur þessar aðstæður.