Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 11. febrúar 2020 - 13:57
Frá: 

Mætum öll og sýnum samheldni á kynningarfundi um breytingartillögu v/byggingarreitar reiðhallarinnar og einnig kynning á breytingu frá því sem var á nýjum og breyttum hesthúsalóðum sem margir hafa beðið eftir.

Mætum með börnin okkar og gerum með því okkar frábæra félag, Sörla, sýnilegt.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2, í dag 11. febrúar kl. 17:15 að Norðurhellu 2 í Hafnarfirði

Það er einlæg beiðni okkar að biðja alla félagsmenn Sörla, afa, ömmur, foreldra, ungmenni, unglinga og börn í Sörla að mæta á fundinn til stuðnings þessu stóra verkefni. Við gerum ekki ráð fyrir að hann verði langur. Með því að mæta sýnum við Sörlafólk að það eru ekki aðeins fáir aðilar sem óska eftir nýrri aðstöðu í formi reiðhallar heldur margt fólk og á öllum aldri.  

Áfram Sörli

 

Mynd er af fyrirhugaðri byggingu - ekki er um endanlegt útlit að ræða

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll