Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 12. júní 2020 - 13:13
Frá: 

 

Félagshús Sörla hefur lokið vetrarstarfi sínu. Í starfinu voru rúmlega 40 börn þennan veturinn, mis lengi, auk fjölda ungra einstaklinga sem heimsóttu starfsemina  og fengu að fara á hestbak um helgar í svokölluðu pollastarfi.

Þrátt fyrir erfiða vorönn við rekstur hússins vegna Covid-19 erum við í stjórn afar ánægð með veturinn og viljum þakka öllum sem komu að rekstrinum sérstaklega fyrir. Við sjáum að markmið okkar eru að mestu leiti að nást.

Við viljum þakka öllum þeim sem koma að einhverju leiti að starfinu fyrir alla þá hjálp sem þeir hafa veitt. Við viljum sérstaklega þakka Guðbjörgu Önnu Guðbjörnsdóttur og Auði Ásbjörnsdóttur fyrir frábært og óeigingjarnt starf við stjórnun daglegs reksturs og lán á hrossum í starfið. Sömuleiðis viljum við þakka styrktaraðila okkar Hraunhamri fasteignasölu fyrir fjárveitingu. Eggerti Claessen, Atla Má Ingólfssyni, Elvari Þór Björnsyni, Aðalheiði Jacobsen, Gunni Sigurgeirsdóttur og Jóni Sen fyrir lán á hrossum. Diddu framkvæmdastjóra, Ástu Snorradóttur, Bergi Magnússyni, Magnúsi M. Magnússyni, Pálma Hannesson, Jóhönnu Ólafsdóttur og Ástu Köru Sveinsdóttur fyrir sitt framlag þegar eitthvað kom upp á. Að auki þökkum við öllum þeim sem járnuðu hestana eða sinntu þeim og öðru starfi á annan hátt fyrir sitt framlag. Við vonum innilega að við séum ekki að gleyma neinum í þessari upptalningu en með þessu viljum við að þið vitið að allt framlag ykkar er okkur og börnunum ómetanlegt.

Stjórn
Hestamannafélagsins Sörla

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll