Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 12. janúar 2018 - 12:47

Á morgun laugardag kl. 11:00 - 12:00. Verður fyrsti opni tími æskulýðsnefndar. Þessir tímar eru fráteknir í reiðhöll fyrir börn og unglinga sem vilja koma og njóta leiðsagnar kennara. Í vetur ætla þau Matthías Kjartansson og Rúna Björg Vlhjálmsdóttir að skipta með sér kennslunni. Matti verður á laugardagsmorgnum og Rúna Björg fimmtudögum. Fyrirkomulagið í ár verður þannig að kennt er annan hvern laugardag og annan hvern fimmtudag. Núna byrjum við á laugardegi og í næstu viku kemur Rúna Björg á fimmtudaginn kl. 17:00 - 18:00. Fyrri hálftíminn er ætlaður þeim krökkum sem telja sig meira vön og seinni hálftíminn fyrir þá sem eru minna vanir.

Við hvetjum því þá sem eru komnir með hest á hús að kíkja í tíma hjá Matta á morgun.

Með kveðju

Æskulýðsnefndin

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll