Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 13. júní 2018 - 9:09

Við ætlum að hefja landsmótsundirbúning fyrir börn, unglinga og ungmenni  mánudaginn 18. júni. Þá ætlum við að hittast á Sörlastöðum kl. 18:00. Hinrik Þór Sigurðsson mætir og talar við ykkur um undirbúning  fyrir keppnina, rétta hugarfarið og fleiri góð ráð. Þegar hann hefur lokið við sitt erindi ætlum við að grilla hamborgara og eiga góða stund saman. Ásta Kara Sveinsdóttir verður líka með ykkur en hún verður liðstjóri yngriflokka.

Einnig hefur verið stofnuð  facebook grúbba sem heitir „Sörlakrakkar LM 2018“ endilega skráið ykkur og/eða forráðamenn  í þessa grúbbu. Í þessari grúbbu munu birtast allar tilkynningar og upplýsingar sem þarf að koma til ykkar vegna landsmóts og undirbúnings.