Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 28. apríl 2020 - 13:43

 

Aftur er farið að bera á kerrum á hestakerrusvæðinu sem ekki eiga að vera þar.

Ekki á að geyma litlar kerrur, ónýtar hestakerrur, miðasöluskúra eða ónóthæfar kerrugrindur á svæðinu.

Þið sem eigið þessar kerrur vinsamlegst fjarlægið þær sem allra fyrst.

Hestakerrueign félagsmanna virðist aukast með hverju árinu og svæðið okkar er orðið of lítið, því er mjög mikilvægt að fólk virði þessar einföldu reglur.

Við viljum að hestakerrueigendur geti geymt kerrurnar sínar á svæðinu til að auka öryggi okkar þegar við förum ríðandi um hverfin, að það séu ekki skagandi beisli út á götu allstaðar.

Það eru 7-8 laus pláss á svæðinu núna, hestakerrueigendur þið sem hafið ekki komið kerrunum ykkar á svæðið, endilega nýtið þið þessi lausu pláss.

 

 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll