Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 12. apríl 2018 - 12:56

Á Stóðhestaveislunni um liðna helgi fór í gang sala á happdrættismiðum til styrktar hestamanninum Róberti Veigari Ketel sem nú glímir við mjög erfið veikindi. Sýningargestir sýndu samhug í verki og voru duglegir að kaupa miða, en margir sem ekki voru á staðnum hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt og nú er hægt að kaupa miða í hestavöruverslunum Líflands, Ástundar, Top Reiter, hjá Baldvini og Þorvaldi og Hestum og mönnum.  Miðarnir verða til sölu út vikuna, en dregið verður í happdrættinu eftir helgi. Miðaverð er aðeins kr. 1.000 og fjöldi flottra vinninga í boði svo nú er um að gera að slá tvær flugur í einu höggi og styðja félaga okkar og freista gæfunnar um leið.

Vinningaskrá í happdrætti -         Gefandi:

 • 1 klst reiðkennsla             Agnes Hekla Árnadóttir
 • 100.000 kr. vöruúttekt í Ástund, Austurveri          Ástund
 • 50.000 kr gjafabréf frá Equsana  Equsana
 • Dekurpakki fyrir tvo hjá Laugarvatn Fontana        Laugarvatn Fontana
 • Eins mánaðar tamning í Vesturkoti           Þórarinn Ragnarsson
 • Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís
 • Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís
 • Eitt bretti af spæni frá Furuflís    Furuflís
 • Folatollur undir Arð frá Brautarholti         Snorri Kristjánsson
 • Folatollur undir Boða frá Breiðholti           Helgi Jón Harðarson
 • Folatollur undir Ellert frá Baldurshaga      Baldur Eiðsson
 • Folatollur undir Glúm frá Dallandi              Gunnar og Þórdís
 • Folatollur undir Hákon frá Ragnheiðarstöðum     Helgi Jón Harðarson
 • Folatollur undir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum                Helgi Jón Harðarson
 • Folatollur undir Kveik frá Stangalæk         Birgir Leó Ólafsson
 • Folatollur undir Ljósvaka frá Valstrýtu     Guðjón Árnason
 • Folatollur undir Sjóð frá Kirkjubæ             Alex Hoop
 • Gisting fyrir tvo með morgunverð, þriggja rétta kvöldverð og aðgana að Riverside Spa á Hótel Selfoss      Hótel Selfoss
 • Gisting og matur á Hótel Eldborg í tvær nætur og ferð á Löngufjörur sumarið 2018             Hótel Eldborg
 • Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar
 • Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar
 • Gjafakarfa með góðgæti Friðheimar
 • Málverk eftir listakonuna Helmu               Helma
 • Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir
 • Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir
 • Reflect ábreiða frá Hrímni            Hrímnir
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll