Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 6. febrúar 2018 - 19:20

Á þriðjudagskvöldum í febrúar verður Hinrik Þór Sigurðsson með reiðnámskeið.  Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að tveir og tveir eru saman í hóp. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er tekið tillit til þarfa hvers og eins nemanda.  Alls eru um að ræða fjóra tíma sem kenndir verða á þriðjudagskvöldum í febrúar.

Hinrik Þór hefur margra ára reynslu af reiðkennslu og er reiðkennari við Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Skráning er á sportfengur.com og er opið fyrir skráningar til og með 31. janúar. verð kr. 16.500.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll