Mættir voru: Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Sigurður Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Ásgeir Margeirsson og Eggert Hjartarson boðuðu forföll. Þórunn ritaði fundinn.

Rætt var um reiðskóla Sörla og Íshesta. Vel gekk og var almenn ánægja með skólann og samstarfið við Íshesta.

Þórunn vakti máls á því að þar sem ekki hefði tekist að ráða mann í hlutastarf umsjónnarmanns Sörlastaða. Þá væri hún tilbúin að bæta umsjón og þrifum við sína vinnu og vera þá í 100% starfi. Stjórnarmönnum leist vel á þá hugmynd. Og var ákveðið að hún myndi finna menn í þau verk sem hún gæti ekki séð um, sem dæmi umsjón og við hald á Zetor.

Rætt var um komandi Gæðingamót og var stjórnin ánægð með að mótið yrði haldið og leist vel á  samstarf við hestamannafélagið Mána.

Fundi slitið kl. 21:30

Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 3. desember 2015 - 10:47
Frá: 
Vettvangur: