Haldinn á Sörlastöðum miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 20:00
1. Setning fundar.
Páll Ólafsson, formaður félagsins, setti fundinn og skýrði út að framhaldsaðalfundur er haldinn fyrst og fremst til að samþykkja reikninga félagsins fyrir liðið ár en aðalfundur er skv. lögum félagsins haldinn að hausti. Fundur þessi er haldinn í framhaldi af aðalfundi þann 30. október 2014.
Formaður beindi stjórn fundar til fundarstjóra aðalfundar s.l. haust, Darra Gunnarssonar. Fundarritari októberfundarins var fjarverandi og var Ásgeir Margeirsson kosinn fundarritari.
Dagskrá fundarins:
 Reikningar félagsins fyrir árið 2014.
 Önnur mál.
2. Reikningar félagsins fyrir árið 2014.
Þórunn Ansnes, gjaldkeri félagsins, kynnti reikningana. Tekjur félagsins eru 46.031 þ.kr. Samanborið við 28.589 þ.kr. árið 2013. Rekstargjöld eru 42.709 þ.kr. samanborið við 29.448 árið 2013. Tekjur umfram gjöld eru 3.430 þ.kr. samanborið við -722 þ.kr. árið 2013.
Eftir kynningu og umræður voru reikningarnir samþykktir samhljóða.
3. Önnur mál.
Ásgeir Margeirsson kynnti þá vinnu sem stjórn er að vinna varðandi gerð eignaskipta-samnings við Hafnarfjarðarbæ, nýtt deiliskipulag Sörlastaða og undirbúning frekari upp-byggingar á Sörlastöðum, þ.m.t. hugmyndir um nýja reiðhöll og félagshesthús. Er þess vænst að vinna þessi leiði til verulegra hagsbóta fyrir starfsemi Sörla og tryggingu athafnasvæðis til framtíðar. Hugmyndunum var mjög vel tekið og stjórn hvött áfram til að vinna að málinu með þeim hætti sem lýst hefur verið.
Er hér var komið sögu var gert fundarhlé til að njóta framborinna veitinga af tilefni afmælis formannsins og honum bornar góðar afmæliskveðjur.
Rætt var um að breyta fyrirkomulagi aðalfunda, þannig að ekki þurfi að halda framhalds-aðalfund með þeim hætti sem nú er gert. Stjórn mun vinna að því og jafnvel koma fram með tillögu til breytingar á lögum félagsins í þessa veru.
Rætt var um lóðasamninga í Hlíðarþúfum og viðræður við Hafnarfjarðarbæ um þá. Unnið er að framlengingu samninganna og heldur Húseigendafélagið í Hlíðarþúfum á málinu fyrir hönd húseigenda. Fundurinn beinir því til stjórnar að standa vörð um Hlíðarþúfur og hagsmuni félagsmanna þar.
Rætt var um hvort rétt væri að kjósa Landsþingsfulltrúa Sörla á aðalfundi. Í lögum félagsins er kveðið á um að stjórn og formenn nefnda mæti á Landsþing LH.
Rætt var um beitarmál í nágrenni hesthúsahverfanna. Í vetur hefur verið rætt við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um að koma upp beitarhólfum. Hugmyndir eru uppi um að rækta upp
lúpínubreiður og önnur óræktuð svæðið og koma upp skjólbeltum umhverfis og girða vel. Stjórn mun halda málinu áfram.
Stjórn félagsins voru þökkuð vel unnin störf.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:25.
Darri Gunnarsson, fundarstjóri
Ásgeir Margeirsson, fundarritari
Birtingardagsetning: 
laugardaginn, 25. apríl 2015 - 15:36
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 25. mars 2015 - 20:00
Frá: 
Vettvangur: