Hestamannafélagið Sörli

Aðalfundur Sörla, 20. október 2016

Haldinn að Sörlastöðum kl. 20:00

Fundargerð

Fundinn sátu um 70-80 félagsmenn

 1. Setning fundar
  Formaður Sörla, Páll Ólafsson, setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.
 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stingur upp á að Darri Gunnarsson taki að sér stjórn fundarins og að Ásgeir Margeirsson taki að sér ritun fundargerðar.Samþykkt einróma.

 1. Boðun fundar

Fundarstjóri fer yfir boðun fundar og upplýsir að hún er í samræmi við reglur félagsins.Engar athugasemdir voru gerðar við boðun fundarins.

 1. Félagatal

Þórunn Ansnes fer yfir félagatalið.Í dag eru félagar 763, sem er sami fjöldi og í október 2015.Félagsmen yngri en 18 ára eru 215.Félagsmenn eldri en 70 ára eru 70.Félagsmenn sem geiða árgjald eru 478.

 1. Skýrsla stjórnar

Stjórn félagsins hefur haldið sex reglulega stjórnarfundi það sem af er árinu auk vinnufunda um tiltekin mál. Fundir hafa verið haldnir með formönnum nefnda, forsvarsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og fleiri aðilum. Starfsárið gekk vel. Boðið var upp á fjölmarga viðburði. Félagsmenn voru ánægðir með þá viðburði sem voru í boði á starfsárinu og mættu vel á þá. Nefndirnar unnu öflugt starf og stóðu vel að þeim viðburðum sem þær buðu upp á. Ekki verður fjallað um viðburði starfsnefnda í skýrlsu stjórnar þar sem þær munu að venju flytja sínar skýrslur.

Á síðasta aðalfundi vour þau Eyjólfur Þorsteinsson og Hanna Rún Ingibergsdóttirkjörnir íþróttamenn sörla. Efnilegasta ungmennið var Glódís Helgadóttir. .

Vetrardagskrá var að venju dreift í hesthús á svæðinu.

Talsverð vinna hefur farið í vinnu við nýjan rekstrar- og þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ, en bærinn hefur verið að vinna að nýjum samningum við öll íþróttafélögin í Hafnarfirði. Þessi vinna hófst á síðasta ári. Samningaviðræðum við Sörla er ekki lokið en von er á að þeim ljúki fljótlega.

Enn er verið að vinna að nýju deiliskipulagi sem kynnt var á síðasta aðalfundi. Helstu vandamál við samþykkt skipulagsins eru bílastæðamál en Sigríður Sigþórsdóttir og Sigurður Einarsson arkitektar ásamt Ásgeiri Margerissyni eru að vinna að þessu máli.

Félagsgjöld líðandi árs voru 10.000 krónur. Innheimta var í samræmi við árið á undan. Innheimta var í samræmi við fyrri ár.

Nokkur reynsla hefur komið á þessu ári á reiðhallargólfið sem sett var á síðasta ári. Almennt viðhald er minna en með gamla gólfinu en rykmyndun er talsvert meiri og oft á tíðum nokkuð vandamál. Með of mikilli vökvun myndast saggi og getur því reynst erfitt að finna milliveginn.

Eins og margir muna var einnig sett nýtt efni í keppnisvelli á síðasta ári. Vellirnir hafa reynst ágætlega en alltaf eru skiptar skoðanir með undirlag keppnisvalla. Það fylgir þó þessu nýja efni að meiri vinna við þá þarf að eiga sér stað á meðan keppni stendur.

Miklar væntingar voru bundnar við nýjan ljósleiðara sem lagður var að Sörlastöðum í vor. Með ljósleiðaranum bættist símasamband á svæðinu, fór úr 2G í 3G.Vonbrigðin voru aftur á móti sú að Sörli fékk ekki aðgang að ljósleiðaranum, né aðrir á svæðinu.

Á árinu var gerð brunaúttekt á Sörlastöðum. Eins og flestir vita stóðumst við ekki þessa úttekt og húsinu var lokað fyrir skemmtanahaldi. Við þurftum að færa þorrablótið okkar með dagsfyrirvara annað og vorum svo lánsöm að fá inni í félagsheimili Hauka fyrir þorrablótið, sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Einnig kom þessi lokun sér mjög illa hvað varðaði allar fyrirhugaðar skemtanir hjá okkur síðastliðinn vetur.

Pantaður var brunastigi og Sörlastaðanefndin bretti upp ermarnar og gerði nýjan neiðarútgangá stuttum tíma. Einnig var sett upp nýtt brunakerfi, þar sem það gamla var bæði ónýtt og úrlelt. Hafnarfjarðarbær greiddi 80% af kostnaðnum við brunakerfið. Það sem útaf stendur er að þörf er á nýju brunavarnargleri á milli reiðhallar og félagsaðstöðu.

Í skýrslu stjórnar frá því í fyrra kom fram að reiðskóli Sörla og Íshesta hefði verið með styttra móti það árið og var skólinn enn styttir þetta sumarið. Sörli er bundinn samningum við Hafnarfjarðarbæ um að halda uppi reiðskóla yfir sumartímann og er svo komið að við þurfum að fara að huga að hvernig við getum uppfyllt skildur okkar gagnvart Hafnarfjarðarbæ.

í maí var kynbótasýning haldin að venju á Sörlastöðum. Vel tókst til og var fullbókað að sýninguna.

 

1 maí var í fyrsta sinn haldið uppá dag Íslenska hestsins.Hestamannafélög voru hvött til að vera með dagskrá á sínum snærum. Sörli var með opið hús þar sem boði var upp á vöflukaffi og sýningar. Sýningin var að mestu leyti í höndum ungliðahreyfingar Sörla og sáJónína Valgerður Örvar um skipulag sýningarinnar og þökkum við henni kærlega fyrir. Svo áhugaverð var dagskrá Sörla þennan dag að Íslandsstofa sendi tökulið til okkar þar sem við þóttum vera með áhugaverðustu dagskránna. Með engum fyrirvara riggaði ferðanefnd upp féalgsreiðtúr þennan dag sem starfsmenn Íslandsstofu tóku upp með dróma. Sörlafélagar tóku þátt í hópreið í Reykjavík og stóðu sig með prýði.

Námskeiðahald var með svipuðu sniði og fyrri ár. Nokkur vonbrigði var að efttirspurnin var minni en fyrri ár og þarf sennilega að skoða betur framboðið af námskeiðum. Kennsla í knapamerkjum blómstraði aftur á móti og var góð þátttaka á öllum stigum. Boðið var upp á reiðmanninn í Sörla og gekk fyrra árið vel, en reiðmaðurinn er tveggja ára nám og er það kennt fjórar helgar fyrir áramót og aftur fjórar helgar eftir áramót. Sú nýjung er í boði hjá Sörla nú er börnum og unglingum boðið uppá námskeið á haustönn, það hefur mælst vel fyrir og er fullt á námskeiðið. Boðið var uppá kerrupróf á vormánuðum og var góð aðsókn og mikil ánægja með það. Möguleiki er á að halda því áfram ef áhugi er.

Landsmót var haldið á Hólum í Hjaltadal. Sörli hafði rétt á að senda 7 fulltrúa í hverjum flokki. Ekki náðist að senda nema tvo fulltrúa í barnaflokki og 5 í ungmennaflokki.Sörlafélagar stóðu sig vel og sérstaklega unglinga og ungmennaflokkur. Góð stemming var hjá keppnisliði Sörla og var m.a. grillað saman á tjaldsvæðinu.

Árlegt nefndargrill var haldið í lok september, sem er hátíð sjálfboðaliða hjá félaginu ásamt heiðursfélögum og lágvarðarnenfd. Kvöldið lukkaðist vel og skemmti fólk sér saman fram eftir nóttu.

 1.  

LH þing um síðustu helgi.Æskulýðsnefnd Sörla hlaut æskulýðsbikar LH og er það mikil upphefð fyrir hafnfirska hestamennsku og er Sörlafélögum óskað innilega til hamingju með viðurkenninguna.

 1. Reikningar félagsins

Arnór Kristinn Hlynsson og Þórunn Ansnes kynna milliuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins.Gjöld eru kr. 26.811.251.Tekjur eru kr. 26.673.574, fjármagnsliðir neikvæðir um kr. 120.723 og rekstrarhalli tímabilsins kr. 258.400.

Fastafjármunir eru kr. 42.714.421 og veltufjármunir kr. 17.354.735.Eigið fé er kr. 59.043.495 og skuldir kr. 1.025.661.

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og milliuppgjör félagsins

Fundarstjóri gefur orðið laust.Engar umræður eða spurningarvoru um skýrslu stjórnar eða milliuppgjör félagsins

Skýrsla stjórnar og milliuppgjör var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 1. Kynning á starfi nefnda.

Formenn/fulltrúar nefnda segja fá starfinu á árinu.

FerðanefndDagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir í fjarveru Kristjáns Jónssonar

FræðslunefndÞórunn Ansnes í fjarveru Snorra Rafns Snorrasonar

KynbótanefndVilhjálmur Karl Haraldsson

LaganefndAtli Már Ingólfsson

ReiðveganefndJón Ásmundsson í fjarveru Eggerts Hjartarsonar

SkemmtinefndBjarney Grendal Jóhannesdóttir

ÆskulýðsnefndDagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir

MótanefndSigurður Ævarsson

KrýsuvíkurnefndGuðmundur Smári Guðmundsson

LávarðadeildVilhjálmur Ólafsson

Umræður:

Reiðvegamál:Áhyggjur af tengingu reiðvegar yfir Kaldárselsveg vestan Sörlaskeiðs.Staðsetning vegarins verður endurskoðuð.

Fundarhlé

 1. Viðurkenningar

Eftirfarandi viðurkenningar veittar:

Íþróttakarl SörlaEyjólfur Þorsteinsson

Íþróttakona SörlaHanna Rún Ingibergsdóttir

Efnilegasta ungmenniðBrynja Kristinsdóttir

ÍslandsmeistariKatla Sif Snorradóttir, fjórgangur unglinga

NefndabikarinnÆskulýðsnefnd

Hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélaga:

Bruni frá Brautarholti, Snorri Kristjánsson

Hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga:

Árblakkur frá Laugasteini, Daníel Jónsson                                                 

 1. Kosning formanns

Páll Ólafsson lætur af embætti formanns.Thelma Víglundsdóttir býður sig fram til formanns.Hún er ein í kjöri og því sjálfkjörin.Thelma er fyrstakonan sem gegnir embætti formanns.

 1. Kosning stjórnar

Kjörnir eru þrír stjórnarmenn til tveggja ára á hverjum aðalfundi.Þar að auki segir Ásgeir Margeirsson af sér stjórnarsetu og því þarf að kjósa fjóra nú, þrjá til tveggja ára og einn til eins árs.Nú er lokið kjörtímabili Sigurðar Ævarssonar, Arnórs Hlynssonar og Hlyns Árnasonar.Áfram sitja í stjórn Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes.

Valka Jónsdóttir, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Atli Már Ingólfsson bjóða sig fram til tveggja ára og eru sjálfkjörin.

Einar Örn Þorkelsson býður sig fram til eins árs og er sjálfkjörinn.

Fundurinn býður nýja stjórnarmenn velkomna og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum fyrir þeirra störf fyrir félagið.

 1. Kjör skoðunarmanna reikninga

Stefanía Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson voru einróma endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.Arnór Hlynsson er kjörinn skoðunarmaður til vara.

 1. Kjör nefnda

Ferðanefnd 

 • Kristján Jónsson formaður
 •  Ísleifur Pálsson
 •  Ásta Snorradóttir
 •  Arngrímur Svavarsson

Kynbótanefnd      

 •   Vilhjálmur Karl Haraldsson formaður
 •   Oddný M. Jónsdóttir
 •  Helgi Jón Harðarsson
 •  Adolf Snæbjörnsson

Fræðslunefnd                      Stjórn er falið að manna nefndina

Laganefnd                            

 • Atli Már Ingólfsson formaður
 • Stefanía Sigurðardóttir
 • Darri Gunnarsson

Reiðveganefnd                  

 • Eggert Hjartarson formaður
 •  Jón Ásmundsson
 • Jóhannes Ármannsson
 • Hallgerður Hauksdóttir
 • Jón Björn Hjálmarsson

 

Skemmtinefnd                   

 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir formaður
 • Kristín María Jónsdóttir gjaldkeri
 • Margrét Freyja Sigurðardóttir         
 • Ríta Björk Þorsteinsdóttir
 • Kristín Helga Hvanndal Kristinsdóttir
 • Heiðrún Arna Rafnsdóttir
 • Ragnar Ágústsson
 • Jón Angantýsson
 • Vilhjálmur Karl Haraldsson

 

Æskulýðsnefnd                  

 • Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir
 • Björn Angantýsson
 • Bjarnleifur Bjarnleifsson
 • Sara Dögg Björnsdóttir
 • Freyja Aðalsteinsdóttir
 • Össur Pétur Valdimarsson

 

Mótanefnd                           Stjórn er falið að manna nefndina

                                                  Guðný Rut Sigurjónsdóttir

                                                 

 

Krýsuvíkurnefnd                

 • Guðmundur Smári Guðmundsson formaður
 • Gunnar Ólafur Gunnarsson
 • Pétur Ingi Pétursson
 • Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Gjaldkeri
 • Eyjólfur Þorsteinsson

 

Lávarðadeild                         Ekki kosið, sjálfskipuð núlifandi fyrrverandi formönnum Sörla

 

Fjöldi nefndarmanna er ekki takmarkaður og eru félagsmenn hvattir til að starfa með nefndunum.

 1. Árgjald

Stjórn leggur fram tillögu um að árgjald verði óbreytt, kr. 10.000.Tillaga stjórnar var samþykkt samhljóða.

 1. Lagbreytingar

Tillögur til fundarins lágu fyrir við boðun fundarins.Atli Már Ingólfsson, formaður laganefndar, kynnti málið.Framlagðar tillögur komu frá laganefnd.Tími til umræðna um tillögurnar fyrir fundinn var of stuttur og dregur laganefnd tillögurnar til baka.Atli Már bendir þó á að þörf sé á nefndum lagabreytingum.Sörlafélagar komu með góðar ábendingar um tillögurnar og þarf málið frekari úrvinnslu og undirbúning.

Veigamesta tillagan felur í sér að ramma inn og skýra starf framkvæmdastjóra, s.s. hvort framkvæmdastjóri megi sitja í stjórn.Starf framkvæmdastjóra félagsins er nýtilkomið og er ekki gerð grein fyrir því í lögum félagsins, s.s. starfssvið, valdsvið og ábyrgð.Einnig þarf að samræma uppgjörsár félagsins við ytra umhverfi, ÍBH og Hafnarfjarðarbæ.Einnig er hugmynd um að stjórn geti útfært starfssvið nefnda.

Nokkrar umræður urðu um málið og virtust fundarmenn almennt vera sammála um að ástæða væri til að vinna þessar hugmyndir betur.

 1. Önnur mál

Þórunn Ansnes ræddi um tæmingu taðþróa og lagði til að hver hringur í Hliðarþúfum tilnefndi umsjónarmann taðþróa sem kallaði eftir tæmingu til framkvæmdastjóra.

Bjarney Grendal talaði um mikilvægi samstöðu og vináttu í félagstarfinu, virðingu fyrir störfum sjálfboðaliða, samvinnu og samstöðu við að gera gott félag enn betra.

Vilhjálmur Ólafsson þakkaði fráfarandi stjórn fyrir hennar störf. Þakkaði hann Sigurði Ævarsyni sérstalklega fyrir áralanga setu í stjórn félagsins og fyrir önnur störf í þágu þess. Fundarmenn risu úr sætum og tóku undir þakkir með lófataki.

Sigurður Ævarsaon þakkaði fyrir sig og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar í störfum.

Gunnar Hallgrímsson spurði um tímasetningu fundar og taldi betra að aðalfundur væri haldinn fyrir LH þing. Stjórnarmenn tóku undir þetta en gátu þess að LH þingi hefði verið flýtt og Sörli ekki brugðist við í tíma. Flestir nýjir stjórnarmenn voru þó á þinginu.

Thelma Víglunds, nýr formaður, tók undir athugasemdir Gunnars.

Vihjálmur Karl Haraldsson fagnaði nýrri stjórn og hvatti Sörlafélaga til dáða.

Gerður Stefánsdóttir kallaði eftir því að fundargerðir yrðu birtar fyrr á vef félagsins. Hún lagði til að haldinn yrði kynningarfundur um deiliskipulag félagssvæðisins.

Páll Ólafsson óskaði nýrri stjórn velfarnaðar í störfum, þakkað samstarfið með fyrri stjórn og framkvæmdastjóra, Þórunni Ansnes. Hann sagði starfið hafa verið lærdómsríkt, gefandi og að grasrótin, nefndirnar væru virkar og félagar fórnfúsir í störfum sínum.

Thelma þakkaði stuðning félagsmanna. Hún sagði frá aðkomu sinni að hestamennsku og að kveikjan að hestamennskunni væri í gegnum áhuga dóttur eins og algengt væri. Hún fjallaði um mikilvægi nefndanna og hvatti félagsmenn til að vera jákvæða og vinsama í störfum sínum.

Thelma sagði það sérstaka ánægju að sæma fráfarandi formann, Pál Ólafsson, gullmerki félagsins. Páll hefur í 40 ár samfleytt starfað í hinum ýmsu nefndum þess. Thelma veitti einnig Sigurði Ævarssyni gullmerki fyrir hans störf í þágu félagsins.

Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund, benti á að auk þess að fyrsta konan væri nú formaður félagsins væri meirihluti stjórnar konur. Hann gaf frá sér stjórn fundarinns í hendur nýs formanns.

 1. Formaður félagsins, Thelma Víglundsdóttir, sleit fundi, kl. 22:20.

Darri Gunnarsson, fundarstjóri

Ásgeir Margeirsson, fundarritari

 

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 26. október 2016 - 9:22
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 20. október 2016 - 20:00