Haldinn að Sörlastöðum 22. október 2015 kl. 20:00

 

 

Fundargerð

Fundinn sátu um 60 félagsmenn

1.       Setning fundar
Formaður Sörla, Páll Ólafsson, setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.

2.       Fallins félaga minnst

Formaður biður fundarmenn að rísa úr sætum og minnast fallins félaga, Halldórs Einarssonar á Setbergi, sem lest s.l. sumar, með einnar mínútu þögn.

3.       Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður stingur upp á að Darri Gunnarsson taki að sér stjórn fundarins og að Ásgeir Margeirsson taki að sér ritun fundargerðar.  Samþykkt einróma.

4.       Félagatal

Þórunn Ansnes fer yfir félagatalið.  Í dag eru félagar 763, hefur fækkað um 122 frá fyrra ári, en þá voru þeir 885.  Ástæða fækkunar er tiltekt í félagskrá, en þar voru margir gamlir og óvirkir félagar.  Greiðandi félagsmenn eru um 500.  Þessi fækkun leiðir líklega til fækkunar sæta Sörla í keppni á Landsmótum.

5.       Skýrsla stjórnar

Formaður flytur skýrslu stjórnar.   Stjórn hélt 12 fundi á árinu auk vinnufunda og funda með ýmsum aðilum.  Félagsstarf var mikið og fjölbreytt starf í nefndum.  Hann nefndi atriði eins og tilnefningu íþróttamanna Sörla, styrki í afreksmannasjóði, vetrardagskrá sem dreift var í hesthús, vinnu við eignaskiptasamning við Hafnarfjarðarbæ, endurskoðun rekstrarsamninga við Hafnarfjarðarbæ og vinnu við nýtt deiliskipulag á Sörlastöðum.

Félagsgjöld voru kr. 7.000.  Mistök voru í innheimtu á síðasta ári, sem ollu truflun á innheimtu.  Nýtt gólf var sett í reiðhöll og vekur það mikla ánægju.  Keppnisvellir voru heflaðir og á þá lagt nýtt yfirborðsefni, sem hefur gefist vel.  Fjárfest var í tveim fartölvum og fimm spjaldtölvum.  Bæta þarf netsamband á Sörlastöðum.  Sörlastaðanefnd vann áfram öflugt starf og hefur nýverið stórbætt hljóðvist í sal með nýrri klæðningu í loft.

Reiðskóli Sörla og Íshesta starfaði sem fyrr, en nú í styttri tíma að ósk Íshesta.  Skráningar á kynbótasýningar voru frekar fáar.  Sörli tók þátt í Hestadögum og var með opið hús.  Í október var nefndagrill, með heiðursfélögum og Lávarðadeild.

Brynja Björk Garðarsdóttir lét af störfum rekstrarstjóra.  Þórunn Ansnes var ráðin í starfið og hefur nú verið ráðin í fullt starf framkvæmdastjóra.  Eggert Hjartarson lét af tímabundum störfum í umsjón.  Bjarni Ansnes var ráðinn tímabundið í starfið og hefur lokið störfum.  Sigrún Sigurðardóttir lætur af störfum sem íþróttastjóri um áramót.

Ásgeir Margeirsson kynnti vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sörlastaði.  Mjög áhugavert mál og afar mikilvægt fyrir framtíð Sörla.

6.       Reikningar félagsins

Þórunn Ansnes kynnir milliuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins.  Gjöld eru kr. 26.682.483  Tekjur eru kr. 27.139.333, fjármagnsliðir kr. 12.900 og tekjur umfram gjöld tímabilsins kr. 469.750.  Framkvæmdir sem áður komu fram í skýrslu stjórnar eru hér gjaldfærðar, en eitthvað af þeim kostnaði verður líklega eignfærður fyrir lok árs.

Fastafjármunir eru kr. 50.049.093 og veltufjármunir kr. 14.762.737.  Eigið fé er kr. 63.692.657 og skuldir kr. 1.116.983.

7.       Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Fundarstjóri gefur orðið laust.  Rætt var um fækkun félaga skv. skýrslu stjórnar og þátttöku á Landsmótum og greiðslur til LH, sem lækka samfara fækkun félagsmanna.  Spurt var um kostnað við nýja og stærri reiðhöll.  Upplýsingar liggja enn ekki fyrir, enda málið á skipulagsstigi enn sem komið er og hönnun nýs húss ekki hafin.  Einnig spurt um hvenær nýtt hús geti verið risið.  Ekki er til svar við því enn.  Ennfremur spurt um rekstrarkostnað samfara nýju húsi.  Það á eftir að skoða í samhengi við rekstrarsamning við Hafnarfjarðarbæ. 

Framtíðarsýn skipulagshugmyndanna var fagnað af fundarmönnum og stjórn hvött til að vinna áfram ötullega að málinu.

Rætt var um afgirtan reiðveg fyrir tryppareið og/eða rekstrarhring.

Skýrsla stjórnar og milliuppgjör var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

8.       Kynning á starfi nefnda.

Formenn/fulltrúar nefnda segja fá starfinu á árinu.

Ferðanefnd                          Kristján Jónsson

Laganefnd                             Magnús Sigurjónsson (engin mál)

Fræðslunefnd                      Sagt frá í fjarveru Snorra Rafns Snorrasonar

Reiðveganefnd                   Haraldur Guðfinnsson

Kynbótanefnd                     Vilhjálmur Karl Haraldsson

Skemmtinefnd                    Bjarney Grendal Jóhannesdóttir

Mótanefnd                           Valka Jónsdóttir

Æskulýðsnefnd                   Hafdís Arna Sigurðardóttir

Krýsuvíkurnefnd                 Guðmundur Smári Guðmundsson

Lávarðadeild                         Vilhjálmur Ólafsson

 

9.       Viðurkenningar

Eftirfarandi viðurkenningar veittar:

Íþróttakarl Sörla                  Eyjólfur Þorsteinsson

Íþróttakona Sörla               Hanna Rún Ingibergsdóttir

Efnilegasta ungmennið    Glódís Helgadóttir

Ræktunarmenn Sörla       Hörður Jónsson og Sigríður Jónsdóttir fyrir Galdur frá Reykjavík

 

10.   Kosning formanns

Páll Ólafsson var einn í kjöri og var einróma kjörinn formaður.

11.   Kosning stjórnar

Kjörnir eru þrír stjórnarmenn til tveggja ára á hverjum aðalfundi.  Nú er lokið kjörtímabili Ásgeirs Margeirssonar, Eggerts Hjartarsonar og Þórunnar Ansnes.  Telma Víglundsdóttir lætur auk þess nú af stjórnarstörfum á miðju kjörtímabili.  Því eru nú kosnir fjórir stjórnarmenn.

Í framboði til stjórnarsetu eru Arnór Hlynsson, Ásgeir Margeirsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes.  Voru þau öll kjörin, með öllum greiddum atkvæðum. Aðrir í stjórn eru Sigurður Hlynur Árnason og Sigurður Emil Ævarsson.

12.   Kjör nefnda

Ferðanefnd                          Kristján Jónsson formaður

                                                  Ísleifur Pálsson

                                                  Páll Gauti Pálsson

                                                  Ása Hólmarsdóttir

Laganefnd                             Telma Víglundsdóttir formaður

                                                  Atli Már Ingólfsson

                                                  Stefanía Sigurðardóttir

Fræðslunefnd                      Snorri Rafn Snorrason formaður

                                                  Vilhjálmur Karl Haraldsson

Reiðveganefnd                   Eggert Hjartarson formaður

                                                  Jón Ásmundsson

                                                  Jóhanner Ármansson

                                                  Hallgerður Hauksdóttir

                                                  Jón Björn Hjálmarsson

Kynbótanefnd                     Vilhjálmur Karl Haraldsson formaður

                                                  Adolf Snæbjörnsson

                                                  Freyja Aðalsteinsdóttir

                                                  Snorri Rafn Snorrason

                                                  Oddný Mekkin Jónsdóttir

Skemmtinefnd                    Bjarney Grendal Jóhannesdóttir formaður

                                                  Kristín Máría Jónsdóttir

                                                  Ása Magnúsdóttir

                                                  Margrét Freyja Sigurðardóttir

                                                  Brynja Björk Jónsdóttir

                                                  Rita Björk Þorsteinsdóttir

                                                  Hafdís Arna Sigurðardóttir

                                                  Vilhjálmur Karl Haraldsson

Mótanefnd                           Skipan mótanefndar vísað til stjórnar

Æskulýðsnefnd                   Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir formaður

                                                  Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson

                                                  Björn Páll Angantýrsson

                                                  Marie Greve

Krýsuvíkurnefnd                 Guðmundur Smári Guðmundsson formaður

                                                  Sigríður Kristín Hafþórsdóttir

                                                  Gunnar Ólafur Gunnarssson

                                                  Pétur Ingi Pétursson

                                                  Eyjólfur Þorsteinsson                                          

Lávarðadeild                         Ekki kosið, sjálfskipuð núlifandi fyrrverandi formönnum Sörla

13.   Kjör skoðunarmanna reikninga

Stefanía Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson voru einróma endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.

14.   Árgjald

Stjórn leggur fram tillögu um að árgjald verði hækkað úr kr. 7.000 í kr. 10.000.  Nokkur umræða var um málið og m.a. samanburður við önnur hestamannafélög, sem mörg hver hafa hærri árgjöld.  Tillaga kom úr sal um að árgjald yrði kr. 12.000.  Tillagan var felld.  Tillaga stjórnar um kr. 10.000 árgjald var samþykkt samhljóða.

15.   Lagbreytingar

Stjórn hafði lagt fram tillögu um breytt fyrirkomulag á uppgjörsári og aðalfundarfyrirkomulagi.  Umræður voru um málið.  Stjórn dró tillöguna til baka, til að unnt yrði að ígrunda málið betur og leggja til kynningar á framhaldsaðalfundi í vor.  Ábending var um að kynna á aðalfundi, því mæting á framhaldsaðalfund að vori er jafnan mjög dræm, og er það einmitt ein meginástæðan fyrir hugmynd að breytingum.

16.   Önnur mál

Rætt var um setu framkvæmdastjóra í stjórn.  Fyrir liggur að ekki eru ágallar á því.  Hins vegar er talið óeðlilegt að framkvæmdastjóri gegni embætti gjaldkera og mun það ekki vera þannig áfram.

Fundurinn  þakkar Telmu Víglundsdóttur fyrr vel unnin stjórnarstörf.

Fundurinn þakkar ennfremur stjórn fyrir vel unnin störf og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum fyrir félagið.

17.   Fundarslit

Formaður þakkar fundarstjóra fyrir fundarstjórn og Telmu fyrir ánægjulegt og gott samstarf í stjórn.  Hann hvetur félagsmenn til þátttöku í starfi félagsins, þakkar gott samstarf við félagsmenn og lýsir tilhlökkun til áframhaldandi öflugs félagsstarfs Sörla.

Formaður slítur fundi

Darri Gunnarsson, fundarstjóri

Ásgeir Margeirsson, fundarritari

 

 

 

 

Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 23. nóvember 2015 - 15:06 to miðvikudaginn, 25. nóvember 2015 - 15:06
Vettvangur: