Í dag lauk milliriðlum á Landsmóti. Annabella og Þóróflur kepptu í milliriðlum í ungmennaflokki fyrir hönd Sörla og er þeirra keppni nú lokið. Einnig keppti Valdís Björk og Kringla í milliriðlum í ungmennaflokki fyrir Sprett og lauk einnig þeirra keppni í dag. Keppnin er hörð og það gengur ekki alltaf allt upp, en við hefðum gjarnan viljað fylgja þessum ungu konum í úrslitum. Milliriðlum í A flokki gæðinga lauk einnig í dag en Sörli átti þar enga fulltrúa.

Setningarathöfn Landsmóts var í kvöld, með ræðum, söng og hópreið. Sörlafulltrúarnir Huginn Breki, Jónína Valgerður og Jóhanna Freyja stóðu sig þar með prýði. Að lokinni setningarathöfn var forkeppni í tölti. Keppnin var spennadi og voru töltsýningar þar með eindæmum glæsilegar. Fulltrúi Sörla, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Hrafntinnur frá Sörlatungu hlutu einkunnina 7,37 og enduðu rétt fyrir utan úrslitin eða í 11-12 sæti. Frábær sýning hjá þeim Hönnu Rún og Hrafntinna, til hamingju Hanna Rún með árangurinn. Þó svo að Sörli eigi ekki knapa í úrslitum í tölti að þessu sinni þá er Sörlahesturinn Draupnir frá Brautarholti ásamt knapa sínum Huldu Gústafsdóttur í fjórða sæti í töltinu. Ræktendur og eigendur eru þeir bærður, Snorri, Björn og Þrándur Kristjánssynir. 

Það var nú eitthvað blöff þetta með sólarspánna fyrir daginn, en sú gula lét ekki sjá sig fyrr en vel var liðið á kvöldið. Það gerði svo sem ekki mikið til því að góðir hestar eru alltaf jafn góðir þótt að sólin skíni ekki. 

Í fyrramálið eru allir hvattir til að mæta tímanlega í fyrramálið til að hvetja okkar stúlkur þær, Kötlu Sif í b-úrslitum unglinga og Kolbrúnu Sif í b-úrslitum barnaflokks.  

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 5. júlí 2018 - 23:00
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll