Spennandi var að fylgjast með milliriðlum í unglingaflokki í dag. Katla Sif og Jónas Aron voru þar keppendur fyrir hönd Sörla. Bæði tvö stóðu sig mjög vel og megum við vera stolt í Sörla af okkar fólki.  Niðurstöður voru þær að Katla Sif og Gustur tryggðu sér sæti í b-úrslitum (9-10 sæti), en Jónas Aron lauk sinni keppni í dag. Úrslit milliriðla í B flokki gæðinga voru þau að Sæþór og Snorri Dal, ásamt Herlúles og Danna Jóns eiga sæti í a-úrslitum. Sæþór og Snorri í 4 sæti með einkunnina 8,68  og Herkúles og Danni í 7 sæti með einkunnina 8,64. Í 5. sæti í milliriðlum var síðan fyrrum Sörlafélaginn Jón Páll Sveinsson. Góður dagur fyrir Sörla og innilega til hamingju knapar með daginn. 

Á morgun eru síðan milliriðlar í ungmennaflokki og A flokki gæðinga. Í ungmennaflokki keppa þau Annabella og Þórólfur, og Valdís Björk og Kringla. Einnig verður setningarathöfnin annað kvöld með hópreið að venju. Sú breyting verður á hópreiðinni í ár að einungis þrír félagar frá hverju félagi mæta í hópreiðina. Fyrir hönd okkar Sörlamanna fara þau Jónína Valgerður, Huginn Breki og Jóhanna Freyja, fulltrúar ungu kynslóðarinnar. Nú ber svo óvenjulega við að spáð hefur verið sólskini á morgun og hvetjum við því sem flesta til að mæta og hvetja okkar fólk og njóta Landsmóts.

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 4. júlí 2018 - 22:11
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll