Nú er Landsmóti hestamanna 2018 lokið. Mótshald og aðstaða var til fyrirmyndar og hestakostur algjörlega frábær. Ekki er ástæða til að ræða veðrið neitt sérstaklega. Á föstudagskvöldið mætti okkar kona Hanna Rún Ingibergsdóttir og Hrafntinnur frá Sörlatungu í b-úrslit í tölti þau enduðu í 12 sæti með einkunnina 6,89. Á laugardeginum var mögnuð spenna en þar áttum við tvo hesta í a-úrslitum í B flokki, það voru þeir Snorri Dal og Sæþór frá Stafholti og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, en knapi hans í úrslitum var Guðmundur F. Björgvinsson. Niðurstöður voru þær að Snorri og Sæþór enduðu í 8 sæti með einkunnina 8,11 en Sæþór sveik brokkið. Herkúles og Guðmundur lentu í 6. sæti með einkunnina 8.67. Í 100 m. skeið mættu feðgin Hanna Rún og Ingibergur. Hanna Rún og Birta frá Suður-Nýjabæ fóru á tímanum 8,02 og enduðu í 17. sæti og Ingibergur og Sólveig frá Kirkjubæ fengu tímann 7,88 og 13. sætið. Við óskum þessum knöpum og hestum til hamingju og þökkum þeim jafnframt fyrir skemmtunina. 

Á kynbótabrautinni var mikið um dýrðir að venju. Eftirfarnadi Sörla ræktendur og/eða eigendur og hestar þeirra eru eftirfarandi:

4. vetra hryssur

Sigurrós frá Þjórsárbakka (klárhryssa). Ræktandi: Haraldur Þorgeirsson Eigandi: Þjórsárbakki ehf F:Framherji frá Flagbjarnarholti M: Gola frá Þjórsárbakka. Sköpulag: = 8,33 Hæfileikar: = 7,87 Aðaleinkunn: 8,05.  Sýnandi: Lena Zielinski

Rjúpa frá Þjórsárbakka (klárhryssa). Ræktandi: Haraldur Þorgeirsson Eigandi: Þjórsárbakki ehf F: Framherji frá Flagbjarnarholti M: Svala frá Þjórsárbakka Sköpulag: = 8,37 Hæfileikar: = 7,72 Aðaleinkunn: 7,98 Sýnandi: Lena Zielinski

Mirra frá Tjarnastöðum Ræktandi: Guðlaugur Adolfsson Eigandi: Guðlaugur Adolfsson F.:Arion frá Eystra-Fróðholti M.: Súla frá VarmalækByggingardómur Sköpulag= 8,20 Sýnandi: Daníel Jónsson

5.vetra hryssur

Hrönn frá Ragnheiðarstöðum (klárhryssa) Ræktandi: Helgi Jón Harðarson Eigandi: HJH Eignarhaldsfélag ehf F.:Hrannar frá Flugumýri II M.: Hrund frá Ragnheiðarstöðum. Sköpulag: = 8,46 Hæfileikar: = 8,30 Aðaleinkunn: 8,37 Sýnandi: Jakob Svavar Sigurðsson

Fjara frá Horni I. Ræktandi: Daníel Jónsson, Ómar Antonsson Eigandi: Hjalti Halldórsson, Lóa Dagmar Smáradóttir F.: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum M.: Flauta frá Horni I Sköpulag= 8,22 Hæfileikar: = 8,08 Aðaleinkunn: 8,13. Sýnandi: Daníel Jónsson

6. vetra hryssur

Katla frá Hemlu II. Ræktandi: Anna Kristín Geirsdóttir, Vignir Siggeirsson Eigandi: Anna Kristín Geirsdóttir F.: Skýr frá Skálakoti M. Spyrna frá Síðu Sköpulag:= 8,48 Hæfileikar: = 8,75 Aðaleinkunn: 8,64 Sýnandi: Árni Björn Pálsson. Katla stóð efst í sínum flokki á Landsmóti.

Lukka frá Efsta-Seli. Ræktandi: Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson Eigandi: Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson F.: Orri frá Þúfu í Landeyjum M. Lady frá Neðra-Seli Sköpulag: = 8,63 Hæfileikar: = 8,40 Aðaleinkunn: 8,49 Sýnandi: Daníel Jónsson

Ásjá frá Brautarholti. Ræktandi: Snorri Kristjánsson Eigandi: Snorri Kristjánsson F. Spuni frá Vesturkoti i M.: Aða frá Brautarholti Sköpulag: = 7,90 Hæfileikar: = 8,61 Aðaleinkunn: 8,33 Sýnandi: Daníel Jónsson

Háspenna frá Ragnheiðarstöðum. Ræktandi: Helgi Jón Harðarson Eigandi: Helgi Jón Harðarson F.: Spuni frá Vesturkoti M.: Hátíð frá Úlfsstöðum Sköpulag: = 8,18 Hæfileikar: = 8,09 Aðaleinkunn: 8,13 Sýnandi: Viðar Ingólfsson

7 vetra hryssur og eldri

Fía frá Efsta-Seli. Ræktandi: Daníel Jónsson, Hilmar Sæmundsson Eigandi: Danni Jóns ehf, Hilmar Sæmundsson F.Óðinn frá Eystra-Fróðholti M Sál frá Votmúla 1 Sköpulag: = 8,29 Hæfileikar: = 8,34 Aðaleinkunn: 8,32 Sýnandi: Daníel Jónsson

5 vetra stóðhestar

Ísak frá Þjórsárbakka (klárhestur) Ræktandi: Haraldur Þorgeirsson Eigandi: Þjórsárbakki ehf F: Herkúles frá Ragnheiðarstöðum M.: Elding frá Hóli Sköpulag: = 8,79 Hæfileikar: = 8,10 Aðaleinkunn: 8,38 Sýnandi: Árni Björn Pálsson 

6 vetra stóðhestar

Boði frá Breiðholti, (klárhestur) Ræktandi: Gunnar Ingvason Eigandi: Gunnar Gunnarsson, Helgi Jón Harðarson, Magnús Geir Gunnarsson, Magnús Gylfason F.: Krákur frá Blesastöðum M.:Hrund frá Torfunesi Sköpulag: = 8,40 Hæfileikar: = 8,40 Aðaleinkunn: 8,40 Sýnandi: Árni Björn Pálsson

Krummi frá Tjarnastöðum Ræktandi: Guðlaugur Adolfsson Eigandi: Guðlaugur Adolfsson F.: Sjóður frá Kirkjubæ M.: Súla frá Varmalæk. Sköpulag: = 8,43 Hæfileikar: = 8,10 Aðaleinkunn: 8,23. Sýnandi: Daníel Jónsson

7 vetra stóðhestar og eldri

Árblakkur frá Laugasteini. Ræktandi: Ármann Gunnarsson, Daníel Jónsson. Eigandi: Árblakkur GbR F.: Ágústínus frá Melaleiti M.: Áróra frá Laugasteini. Sköpulag: = 8,28 Hæfileikar: = 8,97 Aðaleinkunn: 8,69 Sýnandi: Daníel Jónsson

Eins og sjá má af ofnagreindum lista þá blómstrar hrossaræktin í Sörla. Við óskum eigendum og ræktendum til hamingju með glæsilegan árangur.

Á myndinni er Anna Kristín, stoltur eigandi og ræktandi hennar Költlu frá Hemlu ásamt fjölskyldu sinni.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 9. júlí 2018 - 21:27
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll