Að venju stóð Hrossarækt ehf. fyrir styrktarsöfnun í tengslum við Stóðhestaveisluna og útgáfu Stóðhestabókarinnar í ár. Þetta er í áttunda sinn sem staðið er fyrir slíkri söfnun og hafa á þeim tíma safnast tæpar 30 milljónir til góðra málefna. Ýmis félög hafa verið styrkt, en að þessu sinni fór styrkurinn til hestamannsins Róberts Veigars Ketel og fjölskyldu hans í kjölfar alvarlegra veikinda og áfalla sem þau takast nú á við.

Bæði einstaklingar og fyrirtæki lögðu söfnuninni lið með því að gefa happdrættisvinninga eða með beinu fjárframlagi til söfnunarinnar. Einnig styrkti Hrossarækt ehf. verkefnið með 500kr. framlagi af hverjum seldum miða á Stóðhestaveisluna og þær 150.000 krónur sem komu inn í gegnum beina útsendingu af veislunni runnu einnig í söfnunina. Þá gaf Samfélagssjóður BYKO 250.000 inneign í BYKO og folatollur undir Sjóð frá Kirkjubæ, sem ekki gekk út í happdrættinu, var afhentur Róbert og fjölskyldu til afnota.

Heildarupphæð styrksins nam kr. 2.462.000, auk framlagsins frá BYKO og folatollsins undir Sjóð, alls tæplega þrjár milljónir.

Hrossarækt ehf. þakkar hestamönnum samstöðuna og þeirra framlag, bæði þeim eru veittu styrki sem og þeim sem lögðu lið með því að kaupa happdrættismiða eða hjálpuðu til á annan hátt. Fulltrúar Hrossaræktar afhentu styrkinn á landsmóti hestamanna í Víðidal sl. sunnudag, en Inga Dröfn Sváfnisdóttir, kona Róberts, veitti styrknum viðtöku fyrir hönd fjölskyldunnar.

Einstaklingar og fyrirtæki sem lögðu söfnuninni lið með happdrættisvinningum eða beinum fjárframlögum:

 • Agnes Hekla Árnadóttir
 • Akurgerði
 • Alexandra Hoop
 • Ástund
 • Baldur Eiðsson
 • Benedikt Benediktsson
 • Birgir Leó Ólafsson
 • Equsana
 • Friðheimar
 • Furuflís
 • Guðjón Árnason
 • Gunnar og Þórdís í Dallandi
 • Helgi Jón Harðarson 
 • Helma
 • Hótel Eldborg
 • Hótel Selfoss
 • Hrímnir
 • Laugarvatn Fontana
 • Margrétarhof
 • Bergsholt 

Ljósmynd: Frá afhendingu styrksins, f.v Hulda G. Geirsdóttir, Inga Dröfn Sváfnisdóttir og dætur, Sigurður V. Matthíasson, Helgi Jón Harðarson og Magnús Benediktsson. Ljósm.: Anna Guðmunds.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 11. júlí 2018 - 10:01
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll