Til dagsins í dag hefur vinnuhópurinn fundað í sjö skipti, ásamt því að kynna hugmyndir okkar um uppbyggingu fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráð í mars s.l. og Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðar þann 5. september. Einnig hefur farið fram fundur með meirihluta bæjarstjórnar nú í september til að ræða málefni Sörla.

Þann 12. september var lagt fyrir á fundi hjá Umhverfis- og framkvæmdaráði erindisbréf til samþykktar þar sem lagt var til að starfshópur yrði stofnaður til að skoða framtíðaruppbyggingu á athafnasvæði Sörla í samræmi við forgangsröðun ÍBH og var það samþykkt!

Smá samantekt af fundum nefndarinnar:

 • Fundur 1: Farið var yfir  sögu uppbyggingu svæðisins, deiluskipulagsbreytingar og aðgerðarplan nefndarinnar.
  Farið var yfir punkta Hrundar/Halldóru eftir fund með framkvæmdastjóra í Spretti þar sem fjallað var um uppbyggingu reiðhallarinnar í Spretti.
 • Fundur 2: Farið var yfir skýrsluna um framtíðarsýn Sörla sem Ásgeir sendi á vinnuhópinn og kynningarfundur með umhverfis- og framkvæmdaráðinu var undirbúinn.
 • Fundur 3: Kynningin fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði rædd en þar kom fram að óskað er eftir fulltrúa frá Hafnarfjarðabæ til liðs við vinnuhópinn í samræmi við kynninguna.  Farið var yfir flæðisteikningar sem Sigríður lagði fram og nokkrar breytingartillögur komu upp. Ákveðið var að fá mælingu frá Strendingi til að staðsetja núverandi reiðhöll og byggingareit betur. Ákveðið að hefja forhönnun reiðhallarinnar með aðstoð Sigríðar og Hrundar.
 • Fundur 4: Farið aftur yfir flæðiteikningar af reiðhöll.  Mælingar ekki komnar og ákveðið var að ýta á eftir þeirri vinnu.
  Ekki gekk að fá til liðs fulltrúa frá Hafnarfjarðarbæjar sökum yfirvofandi kosninga og var ákveðið að fara með málið fyrir bæjarstjóra.
  Byrjað að huga að kostnaðarliðum og verkefni dreifð á vinnuhópinn.
  Ákveðið var að bjóða aðilum innan Sörla (atvinnumönnum, mótstjórum, dómurum) á fund til að rýna flæðiteikningar og fá álit/mat/athugasemdir frá þeim.
 • Fundur 5: Atvinnumönnum, mótstjórum og fleirum boðið á fund til að fara yfir þær teikningar sem voru komnar.  Margar gagnlegar athugasemdir og hugmyndir komu fram á fundinum sem þarf að taka tillit til.
 • Fundur 6: Fundur haldinn með sviðsstjóra Framkvæmdaráðs og fleiri aðilum þar sem þörf fyrir nýja reiðhöll var aftur kynnt og næstu skref ákveðin – þ.e.a.s. fylla út húsrýmisáætlun með aðstoð Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar, en sú húsrýmisáætlun verður svo lögð fram til samþykktar hjá Umhverfis- og framkvæmdaráði.
 • Fundur 7: Fundur með Íþrótta- og tómastundaráði þar sem húsrýmisáætlun var fyllt út og farið var yfir helstu punkta vegna umsagnar og rökstuðnings á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs.

Erindisbréf og tölvumynd sem sýnir mögulegt útlit á nýrri reiðhöll, sem nefndin hefur verið að vinna með, fylgja með.  Athugið að aðeins er um mjög grófa útlitsmynd af væntanlegri reiðhöll.  Margt vantar á myndina enn sem komið er og hún mun örugglega breytast.

Halldóra Einarsdóttir
Formaður vinnuhóps um byggingu nýrrar reiðhallar

 

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 12. september 2018 - 15:24
v