Aðalfundur Sörla var haldinn fimmtudaginn 22. október síðastliðinn. Fundurinn fór vel fram og mæting félagsmanna var ágæt. Viðurkenningar voru veittar íþróttamanni og íþróttakonu Sörla. Íþróttamaður Sörla 2015 er Eyjólfur Þorsteinsson og íþróttakona Sörla er Hanna Rún Ingibergsdóttir. Glódís Helgadóttir fékk viðurkenningu sem efnilegasta ungmennið. Viðurkenningar voru einnig veittar fyrir hæstdæmda kynbótahross Sörla, en það er Galdur frá Reykjavík með einkunnina 8.48. Ræktendur og eigendur hans eru Sigríður Jónsdóttir og Hörður Jónsson. Fengu þau einnig viðurkenningu sem ræktendur Sörla 2015. 

Fundargerð Aðalfundar mun síðan birtast á vef félagsins á næstu dögum

Efnisorð: