HAGABEITARGJALD

Hagabeitargjaldið er 2.500 kr. fyrir hvert hross á mánuði.

Greiða þarf fyrir fyrstu 3 mánuði tímabilsins fyrirfram áður en hrossin koma í Krýsuvík. Seinni hlutann þarf svo að greiða um 15.september.

Aðeins skuldlausir félagsmenn í Sörla geta sent hross sín hagann í Krýsuvík.

HAGABEITARSKILMÁLAR

Eftirfarandi skilmála þarf að samþykkja áður en hross fara í haga:

Hestamannafélagið Sörli áskilur sér allan rétt til að breyta tímabili hagabeitarinnar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka svo sem veðurfars eða beitarþols svæðisins.

Hestamannafélagið Sörli ber ekki ábyrgð að neinu leiti á hrossum sem eru í hagabeit í Krýsuvík.

Af gefnu tilefni. Hagabeitendur greiða fyrir þann tíma sem beðið er um fyrir hrossin þó svo þau fari fyrr úr haga.

HAGABEITARTÍMABILIÐ

Hagabeitartímabilið er venjulega frá 15.júní til 15.desember.

Þetta árið opnar svæðið föstudaginn 17. júní.

Allt er þetta undir þeim anmarka að hagi og tíðarfar leyfi.

SKRÁNING

Þeim sem vilja skrá hross í beit í Krýsuvík verða að vera félagsmenn í Hestamannafélaginu Sörla.

Best er að senda tölupóst á netfangið krysuvikurnefnd@sorli.is einnig er hægt að hringja í Diddu í síma 664 0310

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að vera til taks:

  • Nafn eiganda / Ábyrgðarmanns hrossa
  • Kennitala hans
  • Símanúmer sem virkar
  • Nafn hests
  • Litur hests
  • Örmerkinganúmer/Frostmerking
  • Lýsing ef eitthvað sérstakt
  • Tímabil sem óskað er eftir fyrir hest t.d. 15.júní til 15.október

Ganga þarf síðan þannig frá hrossum að í þau sé rakaður bókstafurinn S (fyrir Sörli). Einng er hagabeitendum gert að setja límbönd í fax hesta sinn svo þau þekkist betur.

SMALANIR

Hrossunum er oft smalað um helgar í svokallaða Hvamma þar sem hnakkageymslurnar og sveltigerðið er (sjá kort). Fólk getur þá athugað hross sín eða jafnvel skellt sér á bak.

Ef það stendur til að smala þá eru settar tilkynningar hér inn á vefinn.  Venjulega er smalað á föstudögum en þó má gera ráð fyrir því að það gerist einnig á laugardögum.

Hrossunum er svo sleppt aftur á sunnudögum yfirleitt.

Ef hagabeitendur sjálfir þurfa að nálgast sín hross þá er gott að smala orðið í aðhaldsgerðið við þjóðveginn – svokallað Gunnólagerði, sama hvort hrossin eru í Norður eða Fjósmýrarhólfum.

 

Seltún Hola 14 1985
sunnudaginn, 4. maí 2014 - 15:14