Reiðnámskeið með Atla Guðmundssyni

Reynsluboltinn Atli Guðmundsson mun halda 4. vikna námskeið í janúar. Atla þarf vart að kynna en hann hefur áratuga reynslu af keppni og kennslu í hestamennsku. Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests. Gert er ráð fyrir að tveir knapar séu saman í hóp og er hver tími 40 mínútur.  Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 9. janúar og er opið fyrir skráningu út 7. jan.

Opið er fyrir skráningu og fer hún fram á skraning.sportfengur.com 

Verð kr. 15.400

Reiðnámskeið með Hinrik Þór Sigurðssyni.

Á þriðjudagskvöldum í febrúar verður Hinrik Þór Sigurðsson með reiðnámskeið.  Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að tveir og tveir eru saman í hóp. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er tekið tillit til þarfa hvers og eins nemanda.  Alls eru um að ræða fjóra tíma sem kenndir verða á þriðjudagskvöldum í febrúar. Hinrik Þór hefur margra ára reynslu af reiðkennslu og er reiðkennari við Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Skráning er á sportfengur.com og er opið fyrir skráningar til og með 31. janúar. verð kr. 16.500.

Knapamerki

Boðið verður uppá knapamerki 2, 3 og 4 í vetur. Kennsla í knapamerkjum 3 og 4 hefst  mánudaginn 15. janúar og verður kennt á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17 – 20 Skráning er á ibh/felog.is  Tímasetning fyrir Knapamerki 2 verður auglyst síðar.

Kennari er:  Friðdóra Friðriksdóttir.

Hestafjör

Framhald verður á hestafjör námskeiðunum vinsælu. Þessi námskeið verða kennd einu sinni í viku  í 10 vikur, á sunnudögum kl. 16:00 – 19:00 tímalengd fer  að skjálfsögðu eftir fjölda nemenda.  Við bjóðum jafnt þá sem hafa verið áður og nýliða velkomna á þetta skemmtilega námskeið. 

Kennari: Matthías Kjartansson

Opnir tímar æskulýsðnefndar.

Að venju stendur æskylýðsnefnd fyrir opnum tímum fyrir unglinga og ungmenni. Í vetur verða þessi tímar aðrahverja viku á fimmtudögum og hina vikuna á laugardagsmorgnum.

Kennarar:  Matthías Kjartansson og Rúna Björg Vlhjálmsdóttir

Skeiðnámskeið

í mars verður Sigurbjörn Bárðarson með skeiðnámskeið.

 

Helgarnámskeið 3. – 4. febrúar með Benedikt Líndal tamningameistara.

Vegna gífurlegra vinsælda í fyrra, bjóðum við aftur upp á helgarnámskeið með Benedikt Líndal

1.dagur: Tveir verklegir tímar með 2 knöpum inná í einu - 50 mínútur hver og einn bóklegur tími.

2.dagur: Einn verklegur einkatími 40 mínútur ásamt einum bóklegum.

Fyrstu nemendur byrja kl. 8:30 á laugardagsmorgun og svo eru 10 mín. pásur á milli hópa. Matarpása í hádeginu og svo bóklegur tími strax þar á eftir (ca.40 mín.) og síðan áfram verklegt  þar til allir eru búnir.

á sunnudag er byrjað kl 9:00 og bóklegur tími eftir hádegið.

Hámarksfjöldi 8 knapar.

Benni lofar fjölbreyttu og skemmtilegu námskeiði.

Verð kr. 29.000